Skírnir - 01.01.1939, Side 92
Skírnir
í háum tilgangi
89
orðum, miklum mun ákafar en svo, að hann gæti snúið
aftur á þessari braut, enda talsverð veikleikamerki við að
styðjast. Ekki svo að skilja þó, að vegurinn yrði honurn
með öllu beinn eða greiðfarinn. Hún barðist sem sé móti
þessu, svo sem unnt var, því að þótt hana væri heima að
hitta, þá lét hún stúlkuna til dæmis tvívegis, staðhæfa það
gagnstæða frammi í forstofunni: Frúin væri alls ekki
heima og yrði ekki heima í náinni framtíð. Sjálf fól hún
sig þá bak við gl-uggatjöldin í heitri, titrandi geðshrær-
ingu, þegar hann hvarf burt frá húsinu, — já, sjálf sá hún
a-llt, þó að hann sæi ekkert, og í tvíveðrungi æstra hugs-
ana var hún sér þess meðvitandi, að hún hafði gert skyldu
sína, svo sem styrkri og staðfastri konu sómdi.
En í þriðja skiptið urðu einhver óskiljanleg mistök á
vörzlu stúlkunnar og þá------. Hann ganaði að vísu ekki
inn til hennar að þessu sinni á sólheiðum vormorgni, held-
ur kom hann þangað á skýjuðum miðsumarsdegi, sem hall-
aði ögn að aftni. Og hann var athugulli en fyrr eða stór-
um mun skyni gæddari vera, því að þennan dag skoðaðist
hann „um gáttir allar áður gengi fram“.
Hún reyndi að halda sig á djúpsævi svo sem henni var
framast unnt, en straumurinn bar hana þó von bráðar
UPP á grynningarnar. Og á þessari stundu reyndist allt
svo undursamlega breytt, þau fundu það bæði: Mótstað-
an aðallega lítilsháttar neikvætt hvískur inni í innsta horni
blómskrýddrar stofu:
„Ekki — ekki nú — sízt af öllu núna — eða — eða ekki
*neira í þetta sinn“.
Að öðru leyti eins konar andþrengsli nýs, annarlegs un-
aðar: „Ekk — ekki núna, — heldur þá ann — annað
kvöld“. — Nær orðlaus stund hjá báðum, því að í djúpri
lotningu og hemjulausum innra fögnuði tók hann fyrstu
ynrprun hinnar hljóðlátu óskar til greina og veik tafar-
laust á braut.-----
Annars undarleg á margan hátt, þessi þyrnum stráða
leið, þegar maður og kona taka að fella hugi saman eða
hallast hvort að öðru í villtri þrá hinnar myrku meina-