Skírnir - 01.01.1939, Síða 93
90
Jakob Thorarensen
Skírnir
ástar, sem jafnframt er þó heitust talin allra ásta. Við
þann blóði drifna veg rísa hin ísjárverðu leiðarmerki hvert
af öðru með stuttu, en ákveðnu millibili. En þegar horft
er til baka, getur fyrsta vegarmerkið virzt svo kynlega
fjarlægt, ósatt og öfugsnúið: Oft hálfgerð hrinding í upp-
hafi og samt sem áður syndsamlegur koss, laugaður í glóð-
heitum þjáningartárum. — Á næsta fundi fleiri kossar
samfelldir, og augnablik í þeirra fylgd fastari armlög
heldur en unnt sé á nokkurn hátt að réttlæta fyrir guði.
Þar kemur svo, að eigi miklu síðar tekur að bóla á þess-
um dimma, nöturlega grun hjá hinum svikna, þriðja manni
í leiknum og loft allt gerist stöðugt meira og meira lævi
blandið, enda drýpur þar eitrið hvaðanæva.
Og öllu miðar þessu þó fram á við, hægum, ákveðnum
skrefum. Enn þá einn áfanginn á leiðinni, þegar grunur-
inn er um síðir færður í tal gegn sturluðum andsvörum
hins seka, og sókn hans og flótti skiptast á í óðafári særðr-
ar samvizku: Fyrirþrætni, tvísögn, lygi — táraflóð. Og þó
að síðustu storkandi játning, heitingar og magnstola heift.
Upp úr því er skriðuhlaup skilnaðarins alla jafna í al-
gleymingi, svo að ekki verður ráðið við neitt.
En það mátti sannarlega kallast dýrmætt, þegar þessu
var öllu lokið, stormunum slotað og árroði ánægjulegra
daga tók að færast yfir hugina á ný. —
Alltaf minntist hún aðsúgsmesta og afdrifaríkasta dags-
morgunsins í lífi sínu, sem nú orðið horfði við huga henn-
ar líkt og hamingjusamlega afstaðinn eldsvoði, hún minnt-
ist hans með sársauka og jafnframt þó með nýjum, ríkum
fögnuði, — eftir að allt var loksins komið í kring. Og þó
— og þó: Hún var of göfug kona í sér til þess, að geta lát-
ið sig sumar harmsamlegar afleiðingar engu skipta, og
þess vegna viknaði hún oft á einverustundum, og sér í lagi
þó, ef til vildi, út af fáeinum langt of skarplegum spá-
dómsorðum, sem fallið höfðu á þessari einkennilegu morg-
unstund:------„Ætlast einungis til að hann dragi sig í