Skírnir - 01.01.1939, Síða 95
92
Jakob Thorarensen
Skírnir
ung og dáðrekki, sem sannarlega var yndislegt að fyrir-
hitta víðar en í æfintýrunum einum saman. Og þau fóru
áreiðanlega það stórra erinda í ást sinni, að ekki var nein
furða þó að allt, allt, sem orðið hafði á vegi slíkrar ástar,
hefði hlotið að sópast burt eins og fis fyrir hvössum
stormi.
Já, því að eitt var mest um vert og eitt var dásamlegast
alls: Þau höfðu ekki verið gift nema fáar vikur, þegar hún
komst að raun um það, að hún stóð í þjónustu hinnar
miklu köllunar og fann að hún átti að fæða soninn. — Því
að hann hafði sagt og sjálf fann hún það einnig á sér, að
hún myndi verða móðir eins af dýrstu niðjum ættjarðar-
innar; það hafði birzt í sýn hans og hún hafði að sínum
hluta veitt opinberuninni viðtöku í djúpum, fölskvalaus-
um fögnuði, svo að þetta var fastskorðað í trú þeirra
beggja, vilja þeirra og allri viðleitni.
Henni var nefnilega afar annt um fósturjörðina, því að
það eimdi alltaf eftir í henni af þeirri brennandi ættjarð-
arást, sem hún hafði kennt, meðan hún var telpa um og
innan við fermingaraldur, — meðan þjóðmálaumræðurn-
ar snerust sem sé um háu miðin, en einskorðuðust ekki
við mjólk, kjöt og soðningu. Sá ávæningur stjórnmálaum-
ræðna, sem henni barst til eyrna á bernskudögunum, hafði
oft orðið þess valdandi, að hana langaði ýmist til að faðma
og kyssa stjórnmálamennina, eða þá til hins, að kasta
framan í þá mold og sandi, eftir málefnum. En síðan —
eftir að hugsjónirnar tóku að snúast um tveggjaeyringa
pundaverðs og tímakaups, missti hún smám saman allan
eldmóð sinn og áhuga og sat einungis uppi með stóru
nöfnin úr sögu landsins.
En nú átti hún að verða móðir, svo að nú skyldi þráð-
urinn, með guðs hjálp, tekinn upp aftur.-----
Og undur voru þeir nú auðugir og þægilegir, allir þess-
ir dagar, vikurnar, mánuðirnir og yfirleitt samvistaskeið-
ið allt, það sem af var. Hún var borin þann veg á sterk-
um örmum, að hven ósk hennar var á augabragði gerð að
steini studdum veruleika. Það kom upp úr kafinu, að út-