Skírnir - 01.01.1939, Page 99
96
Jakob Thorarensen
Skírnir
eiginlegum sigurvinningi þeirra, hafði hún þó styrkzt
drjúgum í trú sinni að nýju og lét því glæsta metnaðar-
hugsun reika aftur og fram um næstu áratugi ókominnar
tíðar. Það var í skapferði hennar töluvert af fornnorrænni
höfðingskonu, og að frátöldu fullmiklu nikótini sígarettu-
reykinganna í blóði hennar, var ef til vildi ekkert því til
fyrirstöðu, að heimfært yrði til hennar með réttu það, sem
guð vissi að hún vildi einmitt að um sig yrði sagt:
„Móðernis fékk mínum
mögum, svo hjörtu dugðu“.
Hann hugsaði á hinn bóginn sínum hugsunum í náttkyrrð-
inni, og hann gat ekki neitað því, að honum fannst hún
stundum dálítið barnaleg í sér eða helzti rómantísk; hún
var auðvitað undurhrein og göfug í hugsunarmáta, skylt
var að viðurkenna það. En þetta skrítna stefnuskrárat-
riði skipti hann, sannast að segja, svo nauðalitlu máli nú
sem áður, þótt honum hefði að sönnu hrotið þessi fljót-
hugsaða fullyrðing af vörum í fuðranda hinnar fyrstu
sóknar, — enda var hægra sagt en gert í því efni. Hitt
var annað mál, að þessi fáséða, hugþekka kona hafði um
flesta hluti svarað til drauma hans og eftirlangana, það
sem af var þeirra samvistaskeiði, svo að væri forsjónin
þessu ekki mótfallin, þá vildi hann sannarlega geta „skaff-
að“ hamingju hennar þessa dýru, umdreymdu „kápu“, ef
þess væri nokkur kostur.
Þannig leið tíminn.
Og þó að dagarnir gerðust henni smám saman erfið-
legir á vissan hátt, vegna vaxandi þunga, þá voru það allt
að einu eftirvæntingarbjartir hamingjudagar, er fólu í
sér fyrirheit þess, að í fyllingu tímans skyldu afplánast
allar harmsárar yfirsjónir fortíðarinnar, í krafti hinnar
miklu köllunar.
Og úr þessum dögum og vikum urðu um síðir fullir níu
mánuðir. En þá hófst hennar mesta nótt, hófst í ægilegri
og þó um leið í heilagri þjáningu.
Undanfarna viku hafði verið feikimikill viðbúnaður á