Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 100
Skírnir
í háum tilgangi
97
heimilinu, sífelldar hringingar, símtöl og öryggisráðstaf-
anir, því að auðsætt þótti að hverju mundi fara. Sjálf var
hún þó ódeig og kvíðalaus með öllu, það var jafnvel framt
að því, að hún fagnaði hinum yfirvofandi, fórnfærandi
þjáningum, enda þótt þessi sigling sé ávallt þannig, að
ólgusjóar óvissunnar sjóði á keipum.
En er hér var komið og örla tók á fyrstu hríðum klukk-
an tólf á miðnætti, voru ti\ staðar á heimilinu tveir lækn-
ar, auk hinnar löggiltu Ijósmóður, en þess utan biðu þar
tvær stúlkur til aðstoðar um vötn og rýjur, þegar til kæmi.
■— Það var ekki svo að skilja, að nein hætta sýndist yfii’-
vofandi, liðsafnaðurinn stafaði einungis af hinu, að ekk-
ert skyldi til sparað.
Ljósin í stofunum voru ýmist deyfð eða aukin, eftir því
sem hæfa þótti, og allur þys umhverfisins þaggaður, svo
sem föng voru á.
Skotið var á skyndifundum í nálægum stofum milli
hríða og málin rædd í hljóði. En þar komu þó naumast
fram neinar þær álitsgerðir, er máli skiptu, nema hvað
læknarnir töídu, að til deyfilyfja skyldi eigi gripið fyrr
en í síðustu lög. Annars skoðun ljósmóðurinnar, að allt
færi nákvæmlega að réttum hætti, en aðdragandinn gæti
oft og einatt varað stundum saman.
Fylkingar lífs og dauða sigu þann veg saman hægt og
hægt og úrslitasnerran nálgaðist, eða hlaut að nálgast,
eftir öllum veðramerkjum að dæma, Og samt varð enn
alllangt hlé og engu líkara en að snúið væri til nokkurs
bata, svo að menn vissu varla, hvað þeir áttu að halda.
Og þá gafst enn tóm til viðræðna og nýrra athugana.
— Jafnvel kaffi framreitt í borðstofunni og bollaglamur
°g skeiðahringl ekki fyrirbyggt með öllu. En á þessu
Osnuheimili var aftur á móti engin hressing á boðstólum
í þetta sinn önnur en rjómakaffi, eða þá í hæsta lagi límo-
naði handa vökuþreyttum konum. Hörð reynslustund, því
að jafnvel í yztu afkimum íbúðarinnar leyfðist ekki að
kveikja í smávindli, auk heldur meira, sakir hættunnar
a rofnu öryggi og eins vegna helginnar, er yfir hvíldi.