Skírnir - 01.01.1939, Síða 101
98
Jakob Thorarensen
Skírnir
En þegar klukkan sló þrjú á óttuskeiði, hófust þær „háu
nótur“, að engum gat dulizt að örlögin myndu láta til skar-
ar skríða á næsta stundarfjórðungi. Og samt var þessi
einstæði voði viðvarandi og í algleymingi nokkrar mínút-
ur enn og hert að drjúgum mun á þeim harkatökum, sem
lífverurnar virðast beittar öllum megin við landamæri
þessarar örðugu og einkennilegu tilveru.
En snögglega var þó þessu lokið með eins konar dular-
fullum dynk, sem tæpast heyrðist að sönnu — öllu heldur
sem hljóðhimnurnar grunaði það. Og þá varð allt hljótt
og rétt eins og bylur dytti af þekju. Andartak mættust
því augu flestra viðstaddra í fögnuði og orðlausri þökk,
vegna sameiginlegrar, kærkominnar hvíldar.
Alger þögn ríkti og ekkert var aðhafzt, nema hvað ljós-
móðirin subbaði niðri í rekkjóðunum og gerði sér far um
að greiða úr flækju sköpunarverksins.
Stúlkurnar stóðu í námundanum, albúnar aðstoðar og
biðu nýrra skipana. Önnur þeirra brosti bjart og frjáls-
mannlega; hún hélt á hvítum dregli á handleggnum og
hugsaði einvörðungu um hinn snjalla, nýunna sigur hús-
móðurinnar. Hin var aftur á móti stokkrjóð og feimnis-
leg, sem kom til af því, að hún fann að hjá því gæti ekki
farið, að sams konar afdrifaríkur atburður mundi bíða
hennar sjálfrar fyrr eða síðar á lífsleiðinni. —
En skyndilega virtist sem eitthvað mundi í ólagi, því
að eimur stúrni eða óhugnunar lýsti sér greinilega í svip
þeirra, er næstir stóðu.
„Það er þannig, um það er ekki að villast“, mælti ann-
ar læknirinn hljóðlátlega.
„Já, þannig er það — það er deginum ljósara“, anzaði
hinn.
„En við því er í raun og veru ekkert að gera, því mið-
ur“, mælti sá fyrri.
„Ne-hei, svo langt erum við ekki komnir, því er skramb-
ans ver“, áréttaði starfsbróðirinn og beit sér eilitla tölu
af munntóbaki.