Skírnir - 01.01.1939, Page 102
Skírnir
í háum tilgangi
99
Stundu síðar hurfu flestir brott af þessum vettvangi,
svo að þau urðu saman tvö ein, auk ljósmóðurinnar.
Hún hvíldi föl og máttfarin á beði sínum að afstað-
inni sárri þján, sem henni fannst á þessari stundu ærið
iðgjald annarlegra unaðsstunda. Þau horfðust í augu and-
artak, og það var sársauki — eða nærri logandi kvöl, eink-
um í hennar augnaráði: — Ó, guð hafði ef til vildi aldrei
haft neinn áhuga fyrir þessu málefni. — Þetta var ekki
■— og það gat aldrei orðið einn af mestu sonum Islands,
því fór afar fjarri. f sambandi við þetta óvænta og óhugn-
anlega, sem borið hafði í svip fyrir augu hennar um leið
og ljósmóðirin laumaði því burtu, gat þeim, er sjúkir og
vanmegna voru, miklu fremur dottið í hug ávöxtur synd-
ar og girndar. — Og hvað — hvað var þetta? — Var þetta
fyllilega rétt skapað — eða —?
í ógn sinni og yfirþyrmingu hafði henni þó vafalaust
niissýnzt eitthvað. En hvað sem því leið, þá varð úrskurði
Ijósmóðurinnar ekki haggað, þótt honum fylgdi venju-
helguð, en fremur heimskuleg huggunarorð, eftir að þessu
hafði verið úr augsýn komið: „Svo indælt barn, en bara
sefur“.
Það var sem hugur hennar sigi niður í heldimma glöt-
un, því að hún, sem fram að þessu hafði trúað, fagnað og
elskað, hún kvaldist og nálega hataði á þessari stundu.
— Jesús og góður guð. — Hún hafði einungis af sér
íætt níu marka, andvana telpubarn.