Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 104
Skírnir
Píus páfi XI.
101
Um sama leyti tók norrænn kynstofn, sem ætlað er að ætt-
aður sé af eynni Gotlandi í Eystrasalti, sig upp og flutti
sig suður að Saxelfi; voru þeir síðskeggjaðir mjög og
kenndir við það og kallaðir Langbarðar. Færðu þeir sig
smám saman suður á bóginn og settust að hjá Dóná og
færðu þar svo út kvíarnar, að um 500 e. Kr. réðu þeir Bæ-
heimi og Mæri, Norður-Ungverjalandi og Niður-Austur-
ríki. Um miðja 6. öld réðust þeir suður yfir Alpafjöll og
lögðu undir sig Gallia cisalpina; hlaut hún þá af þeim
nafn það, Lombardia, Langbarðaland, sem héraðið ber enn
í dag. Ríki Langbarða stóð með miklum blóma rúm 200
ár, en leið undir lok 774.
Blendingsþjóð sú, er fyrir sat, varð fyrir nýrri og ákaf-
lega gagngerðri blóðblöndun við þennan sterka, norræna
kynstofn, og hafa áhrifin orðið svo rík, að Langbarðar
skera sig enn í dag greinilega úr öðrum ítölum, ekki að-
eins í útliti og fasi, heldur og í allri skapgerð, og er þetta
allt greinilega markað norrænu marki. Um þetta hefir ver-
Jð fjölyrt hér vegna þess, að maður sá, er greint verður
írá, var Langbarði og með öllum hinum norrænu einkenn-
um þeirra hið ytra og innra, og hefir það sett mark sitt
fastlega á allt starf hans, að minnsta kosti meðan hann
sat á páfastóli.
Um allt Langbarðaland, en sérstaklega kringum Milano,
er fjöldi af silkispunaverksmiðjum, og tugir þúsunda
manna hafa atvinnu þár. Um miðja öldina sem leið gerð-
^st maður nokkur, Francesco Ratti, forstöðumaður einnar
slíkrar verksmiðju, sem var í kauptúninu Desio. Fluttist
hann því þangað með konu sinni, sem hét Teresa Galli.
Uæði voru þau Langbarðar að langfeðgatali, og bæði af
bændum komin. Var verksmiðjan heldur lítil og eigand-
lnn fjárvana, enda fór svo, að hann varð gjaldþrota. Stóð
Ratti nú uppi með 6 börn, fimm syni og eina dóttur, og
atti ekki annars úrkostar en að taka við mjög illa launaðri
forstöðu í annarri silkispunaverksmiðju, og voru kjörin
svo bág, að hann átti þess einskis kosts sjálfur, að veita
sonum sínum meira en einföldustu menntun.