Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 108
Skírnir
Píus péfi XI.
105
uppsteitur væri. Síðar, þegar Achilles Ratti var á Póllandi,
komu sömu eiginleikar greinilega í Ijós.
Þegar dr. Ratti kom til Milano frá Rómaborg, hófst
fyrsti og lengsti þáttur æfi hans, lengri og gjörólíkur hin-
um síðari, páfadóminum og hinum skamma aðdraganda
hans, og þessi fyrri kafli æfinnar var gagnmerkilegur og
niyndi margumtalaður og rómaður sérstaklega, ef páfa-
dómur Píusar XI. skyggði ekki þar á. Það var fræðimanns-
ferill, glæsilegur og góður, sem hafði svo mikla framþró-
un, að ekki var annað séð, en að hann væri þreyttur til
enda að fullu, enda, sem hver og einn mundi láta sér líka,
og frekara frama væri þar ekki von.
Þegar dr. Ratti hóf kennsluna í prestaskólanum í Mila-
no, varð honum nauðsynlegt að leggja vandlega stund á
hebresku, og fóru svo leikar, að hann varð sérfræðingur
í þeirri grein og kennari í henni við þá stofnun. Þetta dró
dilk á eftir sér, því að nú fór hann að hneigjast að austur-
landamálum í heild, og varð sprenglærður í þeim áður lauk.
Þessar fræðiiðkanir hans lögðu leiðir hans um bókasöfnin
í Milano, og fer þar sérstaklega eitt bókasafn, sem er frægt
öðrum fremur og kunnugt um allan heim. Það er Ambro-
siana, Ambrosiusarbókasafnið, sem Federigo Borromeo
orkibiskup í Milano stofnaði 1609. Er safn þetta eitt með
staerri bókasöfnum í heimi, og á um 400 000 prentaðar bæk-
Ur og um 30 000 handrit, og eru sum þeirra heimsfræg.
Safn þetta var fyrsta safn í Evrópu, sem opnað var fyrir
almenning, að undanteknu Bodleian bókasafninu í Oxford.
Eu safn þetta er ærið frábrugðið öðrum bókasöfnum og
Jafnhliða margt annað en bókasafn, því að þangað er safn-
að allskonar listaverkum, svo að það er jafnhliða gripa-
safn, ennfremur fylgir því prentsmiðja, og loks er það
uokkurs konar háskóli, þar sem kennd er heimspeki, bók-
uienntir, fagurfræði og listasaga. Hafa bókaverðirnir
kennslu þessa á hendi, eru valdir eftir hæfi sínu til henn-
ar> og eru fyrir bragðið kallaðir doktorar.
Umgangur dr. Rattis um Ambrosiana hafði geysimikil
áhrif á fræðiiðkanir hans, og hvarflaði hugur hans nú til