Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 110
Skírnir
Píus páfi XI.
107
bjargar, og að sérstaklega þyrfti efnafræðin þar að koma
til hjálpar. Smám saman kom hann á vegum Ambrosiana
upp fullkominni viðgerðarstofu með öllum tækjum og til-
færingum; hann vann þar að staðaldri sjálfur og var
manna leiknastur við þá iðn. Hann varð fyrstur til að
taka eftir því, að styrkingarlögur sá, sem heitir zapon, og
notaður var um skeið til að haldfesta grotnandi pappír,
dygði aðeins í bili, en yrði þegar fram í sækti til þess að
hraða grotnuninni, og hann lét efnafræðinga fara að reyna
nýjar leiðir, en árangur þeirra tilrauna er þeim, sem þetta
ritar, ókunnur. Dr. Ratti varð og fyrstur manna til að
hætta að nota gagnsæjan pappír og léreft til álíminga, en
þeim fylgdi sá ókostur, þó gagnsæ væru, að gagnsæið var
nijög takmarkað, og ef um fjarska máð letur var að ræða,
var með öllu ómögulegt að lesa það gegnum álíminginn. 1
stað þess tók hann upp að líma á slík plögg ákaflega fín-
riðin silkinet (,,Lyon-blæjur“), en það hafði þann kost, að
handrit voru jafnlæsileg eftir sem áður undir þessum netj-
um, en þó auðvitað miklu sterkari. Viðgerðarstofan, sem
hann kom upp, fékkst ekki eingöngu við handrit og bæk-
ur, heldur við myndir og allskonar gripi, sem safninu var
mjög þörf, vegna þess hvernig því var háttað, og þegar
dr. Ratti skildi við Milano, var viðgerðarstofan þar ein
bezta viðgerðarstofa í heimi.
Árið 1907 var dr. Ratti gerður að yfirbókaverði við
Ambrosiana, og hlaut jafnframt í viðurkenningarskyni
fyrir gott starf nafnbótina hirðprestur páfa.
Þó að störfin í Ambrosiana væru ærin, afkastaði Mon-
signore Ratti mörgum öðrum störfum. Auk ákaflega víð-
tækrar vísindastarfsemi, skal hér getið um eitt handar-
tak, sem allur heimurinn má vera honum þakklátur fyrir.
Það kannast allir við hina frægu kvöldmáltíðarmynd mál-
arans Leonardo da Vinci, höfund „Mona Lisa“, enda eru
til ótal eftirmyndir af henni hér á landi. Þessi mynd er
máluð á borðsalsvegginn í klaustri því, þar sem dr. Ratti
var kapelluprestur, og með aðferð þeirri, sem kölluð er
>,al fresco“. Mynd þessi er máluð á árunum 1482—1499