Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 113
110
GuSbr. Jónsson
Skírnir
leyti áskotnazt ágætur maður, þýzkur jesúíti, dr. Francis-
kus Ehrle, er varð forstöðumaður þess 1895. Hann fór þeg-
ar að reyna að koma skipulagi á safnið og semja yfir það
spjaldskrá að nútíðarhætti og gera annað, sem með þurfti,
en honum vannst þetta treglega mjög vegna þess, að kar-
dínálar þeir, sem höfðu yfirstjórn safnsins, og páfarnir
voru ekki tiltakanlega áhugasamir um þessi söfn og vildu
litlu til kosta; mannafli var þar því með öllu ófullnægj-
andi. Dr. Ehrle var einn að bisa við það, sem var margra
manna verk um áratugi. Það eina, sem honum hafði áunn-
izt, var það, að bæði bókasafnið og skjalasafnið voru opn-
uð fyrir almenning. Hann hafði lengi haft augastað á dr.
Ratti og viljað fá hann til páfasafnanna, og 1912 varð það
úr, að hann var skipaður undirbókavörður á páfagarði og
fékk um leið vonarbréf fyrir forstöðumannsstöðunni, ef
dr. Ehrle léti af henni. Tóku nú báðir til óspilltra mál-
anna, og voru þeir búnir að skipuleggja starfið, en þá skall
á ófriðurinn mikli og girti fyrir framkvæmdir í bili. Af
því að síra Ehrle var Þjóðverji, bar hann kvíðboga fyrir
því, að það myndi eins og á stóð ekki henta páfastólnum
að hafa sig í jafngöfugu embætti, og lagði það því niður
í ágúst 1914, en dr. Ratti tók við. Jafnframt varð dr. Ratti
kórsbróðir Péturskirkjunnar og protonotarius apostolicus
að nafnbót, en þar með var hann kominn í háklerka röð.
Þegar hér var komið, var dr. Ratti kominn fast að sex-
tugu og búinn að fá allan þann frama, sem hans stöðu og
starfi gat fylgt, enda bjuggust hvorki hann né aðrir við
öðru en að hann myndi ljúka æfi sinni í þessu göfuga em-
bætti. En þetta fór nokkuð á annan veg. Pólland hafði
1917 orðið sjálfstætt ríki, og þegar að ófriðnum loknum
1918 var fyrirsjáanlegt, að ýms áður þýzk héruð myndu
lenda innan takmarka þess, en slíkt hlaut að breyta bisk-
upsdæmaskipun beggja ríkjanna, og báðu pólskir biskupar
því páfastólinn að senda þangað vísítator. Á páfagarði var
hörgull á mönnum, er þekktu til Póllands, pólskra hátta
og pólskrar tungu, og var dr. Ratti eini maðurinn, sem
þau skilyrði uppfyllti, enda þótti með öllu vandræðalaust