Skírnir - 01.01.1939, Side 115
112
Guðbr. Jónsson
Skírnir
22. janúar 1922 andaðist Benedikt páfi XV., og 6. febrúar
var Ratti kardínáli kosinn páfi með nafninu Píus XI.,
en krýndur var hann 12. sama mánaðar. Varð sá frami
allur með svo skjótri svipan, að hans var aldrei getið í
starfsskrá páfastólsins sem erkibiskups í Mílanó eða
kardínála. Það er eftirtakanlegt um framaferilinn síðari,
hvað hann hófst seint og var skjótur, en hann er jafn-
framt til marks um fjölhæfni mannsins, sem lifði kyrr-
látu, afkastasömu fræðimannslífi fram á efri ár, og reynd-
ist þá fær um að snúa við blaðinu yfir í kirkjustjórn og
stjórnmál.
Hér skal fyrst minnst á páfadóm Píusar XI. að því leyti,
sem að fræðum og vísindum snýr. Þegar dr. Ratti fór til
Póllands að ófriðnum loknum. hafði dr. Ehrle aftur tekið
við embætti sínu sem bókavörður páfa, og eitt fyrsta verk
Píusar XI. var að gera hann að kardínála, og innan
skamms varð hann yfirmaður hvors tveggja í senn, bóka-
safnsins og skjalasafnsins á páfagarði. Nú var tekið til
óspilltra málanna við skrárgerð yfir bókasafnið, en um
skjalasafnið var ekki eins hægt um vik. Það þurfti fyrir-
sjáanlega marga áratugi til þess að skipuleggja og ganga
frá handhægum skrám, en til þess að ekki væri menn alveg
á sama flæðiskeri staddir og áður í þeim efnum, því skrár
voru bókstaflega ekki til um skjalasafnið, lét páfi 1926—
31 gefa út „Sussidi per la consultazione dell’archivio Vati-
cano“ I—II. Eru í öðru bindinu skýringar og skrár yfir
sneplaútdrætti, sem Jósef Garampi kardínáli, er var bóka-
vörður og skjalavörður páfa í lok 17. aldar, hafði gert úr
ýmsum helztu skjölum safnsins, og svo kallaðar „registra-
■túrur“ — skrár með svipuðum hætti og hinar prentuðu
skrár um þjóðskjalasafn vort II—III — yfir þær bréfa-
bækur páfanna, sem kenndar eru við Vatican og Lateran
(Vaticanensia og Lateranensia), en í hinu bindinu er skrá
yfir skrifara 1294—1903 í báðum svonefndum signatúrum
— signatura justitiae (Rota romana, hæsti réttur páfa og
Camera apostolica, sem er féhirzla og fjármálaráðuneyti)
og signatura gratiae (Dataria apostolica, sem aðallega