Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 117
114
GuSbr. Jónsson
Skírnir
isstjórnarári, vera hið merkasta. í sambandi við bóka-
safnið hefir að hans undirlagi verið komið upp stórri við-
gerðarstofu fyrir bækur og handrit, og er hún talin með
beztu stofnunum af því tæi í heimi. Er sagt, að páfa hafi
orðið tíðförult þangað, og hafi ekki ósjaldan komið fyrir,
að hann af gömlum vana hafi gripið þar í verk.
Svo sem kunnugt er, eiga mörg forn klaustur og kirkjur
stór og merkileg bóka- og handritasöfn, en það hefir viljað
brenna við, að vegna fákunnáttu hafi umgengni um þau
ekki verið sem bezt. Til að bæta úr því stofnaði Píus XI.
í Vatikaninu tvo skóla, annan til að ala upp bókaverði, en
hinn til þess að þeir gætu lært fornritafræði og síðan sjálf-
ir gert mat úr handritum, sem þeir höfðu undir höndum.
í þessu sambandi verður að geta þess, að Píus páfi setti
á fót stofnun til iðkunar á kristinni fornfræði, og heldur
sú stofnun alltaf við og við alþjóðafundi fræðimanna í
þeirri grein.
Nú kynni einhver af þessu að halda, að Píus páfi XI.
hefði verið grúskaramenni, sem ekki hefði séð út fyrir
skruddurnar, en hann lét ekki henda sig það, sem honum
þótti nokkur ágalli á samtíð sinni, að missa sjónar á heild-
inni fyrir einstökum atriðum. Fyrirrennarar hans á páfa-
stóli, þjónn Guðs Píus páfi X. og Benedikt XV., höfðu að
vísu verið ágætir menn, enda standa yfir rannsóknir og
málaferli um töku Píusar í tölu heilagra, en þeim hafði
verið sýnna um annað en framfarir tímans, og þar var
Píusi XI. öðru vísi farið. Hann hafði brennandi áhuga
fyrir öllum tækniframförum. Hann kom fyrir tveim út-
varpsstöðvum í hinu litla ríki sínu, loftskeytastöð og tal-
símakerfi, hann kom upp járnbrautarstöð og flugvelli, og
hann byggði nýjan stjörnuturn hjá sumarhöll sinni Castel
Gandolfo undir stjörnuathugunarstöðina í Vatikaninu, en
henni var ekki orðið vært þar vegna reykjarsvælunnar upp
af bænum. Og svo var áhugi hans fyrir náttúrufræðum
mikill, að hann á síðustu árum stofnaði alþjóða náttúru-
vísindafélag, og eru allir helztu náttúruvísindamenn heims-
ins félagar þess, alveg án tillits til þess hverrar trúar þeir