Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 118
Skírnir
Píus páfi XI.
115
eru; er þar meðal annars hinn frægi danski vísindamaður
Niels Bohr. Lagði páfi mikil auðræði til félagsins, enda
gefur það út geysilega mikið af ritum; enn fremur lagði
hann því til litla fallega höll, sem stendur í aldingarði
Vatikansins, og kennd er við Píus páfa VI. Góðvild sína
til þessara fræða sýndi hann enn fyrir örfáum árum, er
ekkja og dóttir hins nafntogaða eðlisfræðings Hertz, en
bæði hann og þær voru Gyðingar að ætt og trúarbrögðum,
voru sviftar eignum sínum og urðu að flýja af Þýzkalandi
til Englands vegna meðferðar þeirrar, er Gyðingar sættu
þar, og stóðu þar uppi allslausar; þá rétti hann þeim svo
Hflega fjárhæð, að vextirnir nægja þeim til sómasamlegs
framfæris.
Það er hér ekki unnt að telja allt það, er páfi gerði um
sína stjórnartíð til styrktar listum og vísindum, því þá
yrði þetta bók, en ekki má skilja svo við, að þess sé ógetið,
að hann byggði höll undir málverkasafn Vatikansins, en
það hafði um skeið verið á hrakhólum.
Píus páfi var hagsýnn maður á veraldarvísu. í Vatíkan-
nkinu reisti hann volduga vatnsgeyma, er taka svo mikið,
að ríkið getur verið án vatnsleiðslu um meira en hálft ár,
°g var það gert, ef ófrið skyldi bera að höndum. 1 sam-
bandi við sumarhöll sína Castel Gandolfo rak hann fyrir-
^ayndarbú, og var framleiðslan þar svo mikil, að kjöt,
mjólk, grænmeti og ávextir þaðan fullnægðu þörfum páfa-
i’íkisins. í páfaríkinu lét hann þjóðnýta alla verzlun, en
^llt er í verzlununum þar selt ágóðalaust, og engum nema
ibúum páfaríkisins, svo að ekki spilli þetta fyrir kaup-
fiiönnum utan ríkisins, og allt var þetta gert að undir-
Jagi páfa.
Kirkjustjórn hans var ekki síður merkileg en annað,
Sem hann fékkst við. Þó að hér verði ekki farið rækilega
í hana, vegna þess að dagblöðin hafa gert það, er hann
andaðist, skulu þó fljótlega dregin upp helztu atriðin.
Pyrst er að nefna hinn merkilega samning við ítalska
níkið frá 1929. Fram til 1870 hafði páfi ráðið allstóru ríki
a Italíu miðri, en þá lagði konungsríkið Sardínía það undir