Skírnir - 01.01.1939, Side 120
Skírnir
Píus páfi XI.
117
starfs Píusar páfa í þágu friðarins, en með þvi að nefna
kjörorð hans: „Friður Krists í ríki Krists“; það segir allt.
Síðast verður að nefna starfsemina fyrir trúboðið, sem
að ýmsu leyti má teljast merkilegust af stjórnarathöfnum
Píusar XI. Hér er ekki átt við það, að hann lét halda trú-
boðssýningu á páfagarði fyrir nokkrum árum og stofnaði
upp úr því trúboðssafn í Laterani, heldur hitt, að hann
vildi, þar sem þess var kostur, fela innlendri klerkastétt
kirkjustjórnina. Hann varð því fyrstur manna til þess að
setja „mislita“ biskupa á biskupsstóla, gula, svarta og mó-
leita og vígði þá, ef því varð við komið, sjálfur í Péturs-
kirkjunni með mestu viðhöfn. Er því viðbrugðið, hve átak-
anlegt hafi verið, er hann á sama degi vígði sex kínverska
biskupa, en slíkar athafnir urðu auðvitað mjög til þess
að draga úr hinni tilefnislausu andúð margra hvítra manna
gegn „mislitu“ fólki, og það má vel kalla þetta undirstöð-
una undir hinni látlausu baráttu hans gegn kynþáttahatri
°g fyrir rétti Gyðinga.
Þegar hann skildi við, var kirkjan voldugri og virtari en
nokkru sinni áður, sem sjá má meðal annars af því, að
um 17 ára stjórnartíð hans voru stofnuð 148 páfaumboð
(prefecturae),190 páfasýslur(vicariatus), 116 biskupsdæmi
°g 85 erkibiskupsdæmi, og er það einstakt í sögunni. Var
Island hið langminnsta í þessum hóp, en vegna sjálfstæðis
landsins vildi páfi, að hin kaþólska kirkjustjórn þess væri
einnig sjálfstæð. Vinarþel hans til landsins kom fram í
mörgum og dýrmætum gjöfum, er hann lagði til Krists-
kirkju 1 Landakoti.
Píus páfi XI. andaðist að morgni 10. febrúar 1939 í
Vatíkanhöllinni, en hafði þá um þriggja ára skeið þjáðst
af æðakölkun og hjartveiki. Hann lét það þó hvergi á sig
íá og tók eftir hvert áfallið til óspilltra mála eins og ekk-
ert hefði í skorizt; — manndómurinn skildi ekki við hann
fyrri en í andlátinu. Er hann var varaður við að reyna á
sig> svaraði hann: „Betri dauður páfi en farlama“.
Það var einbeittur maður og þrekmaður, góðlátur mað-
Ur og umburðarlyndur, guðhræddur maður og lærður,