Skírnir - 01.01.1939, Page 122
Hulda
Logi
Mágur minn, Jón Sigfússon á Halldórsstöðum í Reykja-
dal nyrðra, átti hest þann er Logi hét. Logi var héraðs-
gersemi, og víða um land munu þeir, sem unna gæðingum,
kannast við nafn hans. Logi var óvenju fagur hestur,
grannur og lýtalaus sem arabiskur gæðingur, eldfjörugur
og þó blíður og saklaus sem barn. Höfðu þeir Jón Sigfús-
son ekki lengi verið ásamt, er með þeim tókst hin full-
komnasta vinátta. Logi var fágætur hestur og Jón fágætur
hestavinur. Hestasálfræðingur er það orð, sem mér finnst
eiga bezt við að nefna hann. Allir dáðust að gæðingi hans,
en eg hygg, að Jón einn hafi skilið hann til fulls. Fannst
niér allt af-, að skilningur hans á Loga og vald hans yfir
honum, stæði í nánu sambandi við hans fágætlega ríku
ást á músik. Þetta mun ef til vill þykja fjarstæða, enda
ekki hægt að sanna það með neinu sérstöku, en það var
hugboð mitt, sem eg sjálf treysti að væri rétt. En hitt er
víst, að milli þeirra Jóns og Loga var fágætt samband.
Hjöluðu þeir löngum saman, hvor á sínu máli og mis-
skildu ekkert.
Einu sinni gerði Jón mágur minn það vinarbragð að
lána mér Loga sinn í Bárðardalsför. Sagði hann mér
hvernig eg skyldi breyta, ef Logi ætlaði að æsast úr hófi
á hinum miklu og fögru Bárðardalsgrundum. Eg skyldi
tala við hann blíðlega og strjúka hendi um vanga hans
eða háls. Gafst mér vel þetta ráð. Var unaður að sjá, hve
Logi blakti eyrum sínum og hlustaði, og hve blíð augu
hans urðu, er eg strauk honum um vangann. Þó að líkami
hans titraði af niðurbældum fjörofsa, stillti hann sig, sem
það væri heilög skylda. Eigandi hans mun hafa skilið það