Skírnir - 01.01.1939, Page 125
Baldur Bjarnason
Mustafa Kemal Atatiirk
Árið 1879, aðrir segja 1881, fæddist í Saloníki í Make-
doníu sveinbarn, er hlaut nafnið Mustafa.
Faðir sveina þessa var fátækur skrifstofumaður í þjón-
ustu Tyrkjastjórnar. Móðirin var af makedoniskri bænda-
ætt, sem var lítið eitt blönduð tyrknesku blóði. Hún hét
Zabeida, en hann hét Ali Riza og var Albaníumaður að
ætt og uppruna.
Hann var dökkhærður og svarteygður eins og Albanir
flestir, en hún var bjarthærð og bláeygð og bar á sér
ættarmót Makedoníumanna, sem margir bera norrænt
ættarmót.
Sveinninn Mustafa var mjög líkur móður sinni í útliti,
og í skaplyndi líktist hann henni mjög. Hún var gáfuð
kona, skaphörð og viljasterk, en svo menntunarsnauð, að
hún kunni hvorki að lesa né skrifa.
Mustafa var á barnsaldri fremur veikbyggður og var
því sendur upp í sveit og látinn vinna þar.
Þar óx hann og dafnaði, varð hraustur og sterkbyggð-
ur andlega og líkamlega, en jafnframt harðgerður og ein-
þykkur. Hann var dulur í skapi, fór mjög einförum og var
ætíð ódæll og erfiður yfirboðurum sínum. Móðir hans gat
engu tauti við hann komið, er heim kom.
En snemma bar á gáfum hjá honum, og var hann því
settur til náms í prestaskóla, en þar reyndist hann svo
skapstirður og illur viðureignar, að taka varð hann það-
an í burtu.
Hann elskaði að vísu móður sína, en hann hataði hinar
múhammeðsku trúar- og lífsskoðanir hennar og fyrirleit
prestana. Á unga aldri var hann algerður trúleysingi, en