Skírnir - 01.01.1939, Síða 126
Skírnir
Mustafa Kemal Atatiirk
123
eigi að síður Tyrki í hugsunarhætti og ákveðinn fjand-
maður hinna kristnu Makedoníumanna.
Móðir hans fékk því nú til leiðar komið, að hann var
settur til náms í liðsforingjaskóla. Þar sóttist honum nám-
ið afburðavel, og þótti hann svo frábær nemandi, að einn af
kennurum hans gaf honum viðurnefnið Kemal (hinn full-
komni). Hann stundaði síðan nám við yfirforingjaskól-
ann í Konstantínópel og lauk þar prófi hálfþrítugur að
aldri.
Hann fékk brátt foringjastöðu í hernum, en var stuttu
síðar rekinn í útlegð til Damaskus, er það var uppvíst
orðið, að hann hafði tekið þátt í samsærum á móti ríkis-
stjórninni. Á þessum árum var agasamt mjög í Tyrkja-
veldi og viðsjár miklar með mönnum, ríkið stóð á barmi
gjaldþrots og máttarstoðir þess léku á reiðiskjálfi. Allar
þær þjóðir, sem öidum saman höfðu lotið yfirráðum
Tyrkja, voru að vakna til lífsins aftur.
Tyrkir sjálfir voru orðnir á eftir öllum menningarþjóð-
um. Hið forna ríki, sem byggt var á trúarkenningum ís-
lams, var orðið rotið og veilt. Meðal Tyrkja gætti á þess-
um árum mjög hreyfingar þeirrar, sem kennd er við Ung-
Tyrki. Markmið þeirra var að gera Tyrkland að lýðfrjálsu
ríki eftir fyrirmynd Vesturlanda. Mustafa Kemal var
fylgismaður Ung-Tyrkja. Hafði hann komizt í "kynni við
helztu leiðtoga þeirra í Saloníki, en þar höfðu þeir bæki-
stöð sína.
I útlegðinni barðist hann áfram fyrir hugsjónum þeirra.
Sjálfur var hann þá stöðugt í vafa um, hvort stefnuskrá
þeirra væri fullnægjandi. Hann leit svo á, að þingbundin
stjórn væri allsendis ófullnægjandi, en æskti róttækrar
byltingar í anda Rousseau’s og Robesspierre’s, enda hafði
hann í æsku lesið rit frönsku byltingarmannanna og orð-
ið hrifinn af þeim.
í Damaskus féll hann aftur í ónáð og varð um hríð að
fara huldu höfði. En er Ung-Tyrkir fengu völdin í land-
inu 1909, eftir að Abdul Hamid hafði verið velt af stóli,
kom hann aftur fram á sjónarsviðið.