Skírnir - 01.01.1939, Síða 128
Skírnir
Mustafa Kemal Atatiirk
125
sjúkdómurinn virtist aldrei ætla að buga hann að fullu.
Það er því óhætt að segja um hann eins og Livíus sagði
um Hannibal, að sjaldan hafa líkamlegir og andlegir af-
burðahæfileikar verið svo sameinaðir í einni persónu. Enn
þá furðulegri má þó telja líkamshreysti hans, þegar þess
er gætt, að hann var mjög drykkfelldui', og ágerðist sá
löstur stöðugt, er á æfina leið.
Þegar svo heimsstyrjöldin skall á, var hann enn um
skeið erindreki í Búlgaríu, en hvarf heim 1915. Hann
stjórnaði vörn Tyrkja á Gallipoliskaga móti Bretum og
Frökkum. Hann þótti afburðahershöfðingi, hugrakkur,
herkænn og stjórnsamur, og varð mjög vinsæll meðal her-
mannanna. Liman von Sanders, prússneskur yfirforingi,
sem stjórnaði her Þjóðverja þar eystra, dáði hann mjög,
og var þó Kemal ekki vinveittur Þjóðverjum.
En óvinsæll var hann meðal stjórnmálamanna í Kon-
stantínópel. Hann var ákafur andstæðingur þýzku yfir-
drottnunarinnar í Tyrklandi og hötuðu þeir hann mjög,
Enver Pasha og Talaat Bey, sem í skjóli Þjóðverja réðu
landinu.
Mustafa Kemal var síðar sendur til Sýrlands, og barð-
ist hann þar við Breta á Damaskus-vígstöðvunum. Hann
var líka sendur í opinberum erindum til Þýzkalands og
kynntist af sjón og reynd herstjórn Þjóðverja. Honum var
það þegar ljóst, að allt var tapað.
Kemal hallaðist nú á þá skoðun, að bezt væri að semja
sérfrið við bandamenn og bjarga á þann hátt því, sem
bjargað yrði. En allar slíkar raddir voru kæfðar niður.
Enver og félagar hans höfðu óbilandi trú á Þjóðverjum
°g létu- sig dreyma um tyrkneskt stórveldi, er næði yfir öll
túrönsk og tyrknesk lönd í Asíu og Evrópu, alla leið frá
hálendi Mið-Asíu til Maritza-fljóts, frá Kákasus-fjöllum
°g Aral-vatni að landamærum Egyptalands. En Kemal var
það ljóst, að stórveldi Tyrkja var dauðadæmt og að það
bar með réttu nafnið „sjúki maðurinn“. Ósigurinn 1918
var þungbær fyrir Ung-Tyrki. Enver og félagar hans urðu