Skírnir - 01.01.1939, Síða 129
126
Baldur Bjarnason
Skírnir
að flýja land og komu aldrei heim aftur. Sumir, t. d. Ta-
laat, voru myrtir af armenskum flóttamönnum, sem þótt-
ust með réttu eiga Ung-Tyrkjum grátt að gjalda. Aðrir,
þar á meðal Enver, féllu í orustu fjarri ættjörð sinni.
Stjórn sú, er tók við af þeim, varð að undirskrifa geysi-
harða friðarskilmála. Tyrkir misstu allt land sitt í Ev-
rópu, nema Konstantínópel. Sýrland og Palestína urðu
franskar og enskar nýlendur. Irak varð konungsríki und-
ir enskri vernd og skattlönd Tyrkja í Arabíu urðu einnig
sjálfstæð ríki. Litla-Asía, sem ásamt Vestur-Armeníu og
Austur-Þrakíu var aðalland ríkisins, var skert til muna.
Grikkir fengu Smyrna og héruðin þar í kring. Og hin
armenisku fylki Tyrkjaveldis voru sameinuð rússnesku
Armeníu, sem nú var orðin sjálfstætt ríki. Það var öllum
ljóst, að slík limlesting hlaut að gera út af við „sjúka
manninn“, en stjórn soldáns í Konstantínópel þorði ekki
annað en að undirrita hina hörðu skilmála og lofaði jafn-
framt að afvopna herinn, sem var mjög óánægður með
friðarskilmálana. Enskar hersveitir tóku að sér alla stjórn
í Konstantínópel, og Mustafa Kemal var sendur til Ana-
tolíu (Litlu-Asíu) til að afvopna nokkrar hersveitir, sem
höfðu gert uppreisn á móti soldáni, en Kemal sveik lof-
orð sín og gerðist foringi uppreisnarmanna. Á stuttum
tíma tókst honum að skipuleggja allstóran her, og hann
snéri vopnum sínum á móti hersveitum ítala og Frakka,
sem setzt höfðu að í suðurhluta landsins. Soldán kvað nú
upp yfir honum dauðadóm og sendi her á móti honum, og
nú gaus upp borgarastyrjöld. En þjóðin fylkti sér um
merki uppreisnarmanna og eftir stuttan tíma var soldán
orðinn valdalaus, nema í Konstantínópel, sem þó var und-
ir yfirstjórn Breta. Hersveitir Kemals hreinsuðu nú Litlu-
Asíu, Frakkar og ítalir voru reknir út úr landinu, Armen-
ar misstu öll lönd sín sunnan við Araratfjall og sókn var
hafin á hendur Grikkjum. Það var lán Tyrkja, að Bretar
og Frakkar höfðu á þessum árum í svo mörg horn að líta,
að þeim þótti ekki svara kostnaði að blanda sér inn i