Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 131
128
Baldur Bjarnason
Skírnir
í Ankara, sem nú er orSin höfuðborg, Mustafa Kemal sem
ríkisforseta. Það var Mustafa Kemal, sem réði því, að
smábærinn Ankara, sem liggur langt uppi á hásléttum
Anatolíu, var gerður að höfuðborg í stað hinnar forn-
frægu stórborgar Konstantínópel við Sæviðarsund, sem
í 16 aldir hafði verið höfuðborg rómverskra og byzan-
tískra keisara og tyrkneskra soldána.
Mustafa Kemal og fylgismenn hans áttu nú mikið verk
að vinna, að rétta hið þjakaða land við aftur. Heil héruð
lágu í eyði, borgir höfðu verið brenndar og fólkið hrunið
niður sem hráviði úr hungri og drepsóttum. En takmarki
Mustafa Kemals var náð, Tyrkland var nú orðið þjóð-
ríki, óháð öðrum þjóðum. Hin nýju takmörk ríkisins,
Maritza-fljót í vestri og Ararat og Persíu-hálendið í austri,
voru náttúrleg og glögg takmörk, og hin litla höfuðborg
var vel varin, umkringd af hálendum Litlu-Asíu. Aðeins
við austurtakmörk ríkisins býr dálítið af Kúrdum, íranskri
þjóð af sama kynþætti og Persar. En Grikkir, sem áður
byggðu stór flæmi vestan til í landinu, voru neyddir til
að flytja búferlum til Grikklands. Tyrkir þeir, sem enn-
þá bjuggu í norðanverðu Grikklandi, voru fluttir til Tyrk-
lands og á þann hátt voru þjóðernismál Grikkja og Tyrkja
leyst í eitt skipti fyrir öll. En Tyrkland beið mikið tjón
við þessa þjóðflutninga, því að ötulustu og auðugustu
stéttum landsins, nefnilega grísku kaupsýslu- og iðnaðar-
mannastéttunum, var hérmeð útrýmt að fullu úr landinu.
Mustafa Kemal átti lengi við mikla örðugleika að stríða.
Það tók langan tíma að rétta atvinnulífið aftur í landinu
og það kostaði of fjár að koma upp miklum og öflugum
her. Herinn og meginhluti þjóðarinnar fylgdi Mustafa
Kemal að málum í viðreisnarstarfi hans, en margir af
stjórnmálamönnum landsins voru honum andvígir og sum-
ir hötuðu hann og sátu um líf hans. Þjóðþingið í Ankara
var honum oft erfitt. En mestri andstöðu mætti hann fra
hinni múhammeðsku prestastétt og frá hinum gömlu
embættismönnum og jarðeigendum, en hann lét brátt til
skarar skríða. Ríki og kirkja voru aðskilin með lögum,