Skírnir - 01.01.1939, Side 133
130
Baldur Bjarnason
Skírnir
Nóttina áður en dauðadómarnir skyldu framkvæmdir, hélt
hann gestaboð mikið og dansleik í höll sinni, og bauð þang-
að sendimönnum erlendra ríkja, ráðherrum sínum og fleira
stórmenni. Var þar gleðskapur mikill og drukkið fast og
voru menn allkátir. En um morguninn, er gestirnir voru
á heimleið, sáu þeir hina dauðadæmdu hangandi í gálgum
á aðaltorgi borgarinnar. Þeir höfðu verið teknir af lífi
í dögun.
Það er sagt, að hinir dauðadæmdu hafi borið sig illa og
þótt dómurinn harður, en einn þeirra gekk þó með spaugs-
yrði á vörum til gálgans. Það var gamli Djavid, Gyðingur-
inn frá Saloniki, sem manna bezt hafði notið heimsins
gæða og löngum elskað lífið og léttúðina, peningana og
kvenfólkið. Svo þungt hvíldi hönd Mustafa Kemals á land-
inu, að margir af andstæðingum hans flýðu land um hríð,
þ. á. m. Rauf, einn af þekktustu hershöfðingjum landsins,
og Halide Edib, tyrkneska skáldkonan fræga. En Mustafa
Kemal stjórnaði landinu með prýði, og hagur þjóðarinnar
fór batnandi. Landbúnaðurinn rétti við. Bændur stofnuðu
samyrkjubú og samvinnufélög, ríkið tók að sér að koma
upp iðnaði og námugrefti, verzlunin blómgaðist, en þó
var þjóðin óánægð, einkum þó borgarastéttin, sem óskaði
eftir meira auðmagni inn í landið og heimtaði lántökur
frá Vesturlöndum. Kaupmenn og iðnrekendur stofnuðu
svo árið 1930 frjálslynda flokkinn svokaliaða, sem hóf
ákafa baráttu á móti þjóðflokknum, hinum gamla flokki
Mustafa Kemals. Kemal lét undan og vék Ismet forsætis-
ráðherra og stjórn hans frá völdum, og fól Fethi sendi-
herra Tyrkja í París að mynda nýja stjórn með stuðningi
frjálslynda flokksins. En Fethi var höfuðátrúnaðargoð
tyrknesku borgarastéttarinnar. En þessi tilraun gafst illa.
Mikið los kom á stjórnarfarið, Kúrdar og Armenir í suð-
austurhluta ríkisins gerðu uppreisn. Soldánsinnar og aðr-
ir afturhaldsmenn í Konstantinopel gerðu uppþot, og 1
Smyrna gerðu kommúnistiskir verkamenn verkfall mikið.
Nú greip Mustafa Kemal aftur til sinna gömlu ráða. Hann
barði allar uppreisnartilraunir niður með harðri hendi-