Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 135
132
Baldur Bjarnason
Skírnir
maður. Barnlaus var hann alla æfi, en huggaði sig við það,
að allir Tyrkjar væru börn sín. Síðustu ár æfi sinnar bar
hann ættarnafnið Atatiirk (Tyrkjafaðir).
Síðustu tvö þrjú árin bar minna á honum persónulega
en áður, ráðherrar hans urðu valdameiri en áður, þingið
fór að láta meira til sín taka, og þjóðin, sem fylgdist með
vaxandi eftirtekt með öllu því sem gerðist, fór að taka
þátt í stjórnmálum fyrir alvöru. Kemal lét sér það vel
líka. „Fullkomið þjóðræði og lýðræði er takmark vort“,
sagði hann.
Það verður ekki annað sagt, en að Mustafa Kemal hafi
verið mjög farsæll stjórnmálamaður og hershöfðingi, en 1
öllu einkalífi sínu var hann ógæfumaður. í gríska stríð-
inu kynntist hann Latifu Hanum, tyrkneskri yfirstéttar-
konu, fríðri og hámenntaðri, þau giftust síðar. En sambúð
þeirra varð mjög ófarsæl og skildu þau brátt samvistir.
Hann kynntist einnig á þeim árum Fikriye Hanum, tyrk-
neskri hjúkrunarkonu, er hjúkraði honum, er hann lá
sjúkur í herbúðunum. Hún var ung og undurfögur. Hún
varð ástmey hans og ambátt um tveggja ára skeið, og
fórnaði honum heilsu og' kröftum með öllu því göfuglyndi,
sem Austurlandakonum er eiginlegt. Hún varð berklaveik
og sendi Kemal hana á heilsuhæli í Sviss. Hún kom þaðan
aftur eftir tveggja ára dvöl. Á meðan hafði Kemal kynnzt
Latifu Hanum, kvænzt henni og skilið við hana. Fikriye
heimsótti Mustafa Kemal í forsetahöllinni, en fékk kaldar
viðtökur. Kemal vísaði henni á dyr og lét loka fyrir henni
höllinni. Daginn eftir fannst hún örend, hún hafði skotið
sig til bana. Það er sagt, að öll tyrkneska þjóðin hafi grát-
ið hana, en forsetinn lét sér ekki bregða. En hann sá hinni
látnu hjúkrunarkonu sinni fyrir veglegri útför. Sjálfur
kvaddi hann þennan heim haustið 1938. Banameinið var
hjartabilun. Hann var harmaður af allri þjóðinni og við
jarðarför hans grét og kveinaði fólkið svo hátt, að tónar
tyrkneska sorgarlagsins heyrðust ekki. Þeir, sem sáu Mu-
stafa Kemal Atatúrk, segja, að hann hafi verið meðalmað-
ur á hæð, en þrekinn og herðabreiður. Hann var ljóshærð-