Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 136
Skírnir
Mustafa Kemal Atatiirk
133
ur og bjartur á hörund. Ennið var hátt og gáfulegt, kinn-
beinin há og hakan sterkleg. Svipurinn var kaldur og
slægðarlegur, en augun voru blá, björt og hrein og hörð
eins og stál.
Mustafa Kemal Atatíirk er vafalaust einn af stórbrotn-
ustu persónum vorra tíma. Úr deyjandi stórveldi skapaði
hann öflugt þjóðríki. Úr miðaldaþjóðfélagi, sem stjórnað
var af einvaldri soldánsætt og erindrekum hennar, skóp
hann borgaralegt lýðveldi. Hann reyndi að gera lata, kúg-
aða og fátæka bændaþjóð að framsækinni þjóð með nú-
tíma vélatækni, borgaralegri menningu og vestrænni sið-
fræði. Hið aldagamla þjóðfélagsform, sem byggzt hafði á
trúarkenningum íslams, eyðilagði hann að fullu. Honum
var það ljóst, að íslam var þjóðinni fjötur, sem varð að
leysa. Hann ætlaði á svipstundu að gera Tyrkland svo
sterkt, menningarlega og fjárhagslega, að það í öllu stæði
á sporði hinum borgaralegu ríkjum Vesturlanda. Sá
draumur rættist ekki. Landið var of strjálbýlt, þjóðin of
fátæk, iðnaðurinn, sú atvinnugrein, sem í þrjá mannsaldra
hefir borið uppi menningu Vesturlanda, gat ekki þróazt í
skjótri svipan í Tyrklandi. Auðmagnið, afl þeirra hluta,
sem gera skal, vantaði. Tyrkland mun því um langt skeið
verða með smáríkjum talið. En eigi að síður tókst Kemal
og félögum hans að lækna „sjúka manninn“, svo að eng-
inn hefir leitað á hann um 15 ára skeið. Landið er sterkt
hernaðarlega, miðað við stærð þjóðarinnar. Landbúnaður-
inn hefir blómgazt, menningunni hefir fleygt fram, en
þrátt fyrir allt eru Tyrkir enn þá fátæk bændaþjóð. Tyrk-
land var í raun réttri of lítið verksvið fyrir slíkt ofur-
menni sem Kemal Atatiirk. Ilann hefði notið sín betur
meðal stærri þjóðar. Hann var að eðlisfari einræðisherra
°g dýrkandi valdsins. Vitsmunir hans voru hins vegar svo
Wiklir, að hann sá, að lýðræðisfyrirkomulagið hlaut að
verða framtíðarstjórnarfar tyrknesku þjóðarinnar. Undir
því fyrirkomulagi hlutu hinir miklu bundnu kraftar þess-
arar herskáu bændaþjóðar að njóta sín bezt. Hann viður-
kenndi því í orði kenningar hinna miklu frönsku lýðræðis-