Skírnir - 01.01.1939, Page 138
Rich&rd Beck
Gísli Brynjúlfsson og Byron
Tímans skafl hefir þegar grafið nafn Gísla skálds
Brynjúlfssonar, fræðistarf hans og kveðskap, svo djúpt í
gleymsku, að hann er nú lítt kunnur eða með öllu ókunn-
ur hinni yngri kynslóð vorri. Sannast á honum, eins og
mörgum öðrum, er hátt bar í samtíð þeirra, orð Jakobs
Thorarensens:
„Oft vill skeika um „ódauðleikann“
orðstírs þeirra, er hvarfla frá;
fæstir valda fylling- aldar,
— fönnin skeflir yfir þá".1)
Þó var Gísli um margt hinn merkasti maður á sinni
tíð, fjölhæfu'r atgervismaður og fjölfróður lærdómsmað-
ur, frelsis- og föðurlandsvinur og skáld gott. Eigi er það
samt tilgangurinn með þessari grein, að gera ljóðagerð
Gísla í heild sinni að rannsóknarefni; um mat á henni
og ævistarf hans vísast til þess, sem þegar hefir verið
um það efni ritað á íslenzku.2) Hér verður aðeins snúið
upp einni hliðinni á skáidskap Gísla, þeirri, er snýr að
Byron lávarði; en sá þátturinn í kveðskap Gísla er langt
frá því að vera ómerkilegur, hvort sem litið er á það mál
frá sjónarmiði íslenzkrar bókmenntasögu eða samanburð-
arbókmennta.3)
í grein minni „Grímur Thomsen og Byron“ (Skírnir,
1937), færði eg rök að því, að Grímur hefði bæði verið
mikill aðdáandi Byrons og orðið fyrir nokkurum áhrif-
um af honum á yngri árum. Athuganir mínar á sambandi
beirra Gísla Brynjúlfssonar og Byrons eru í rauninni
framhald af ritgerð minni um Grím og hinn síðarnefnda,
því að enginn vafi leikur á því, að Byronsdýrkun Gísla á