Skírnir - 01.01.1939, Side 139
136
Richard Beck
Skírnir
rætur sínar að rekja til Gríms. Sumarið 1845, þá er hann
hafði nýlokið við rit sitt um Byron (Om Lord Byron), er
út kom það ár, kom Grímur snögga ferð til íslands og
dvaldi hjá foreldrum sínum á Bessastöðum.4) Hafði hann
undanfarið sökkt sér djúpt niður í skáldskap Byrons og
var um þessar mundir hugfanginn mjög af honum; varð
honum og tíðrætt um hann við skólasveina á Bessastöðum.
Segist Benedikt Gröndal, er þá var þar við nám, svo frá
Byronaðdáun Gríms og áhrifum hans á skólapilta: „Mest
áhrif gerði Grímur með lotningu sinni fyrir Byron, eink-
um hjá Gísla, en á mig hafði þetta minni áhrif“.5)
Byronska Gísla er því áreiðanlega frá Grími sprottin.
Og mjög er það auðskilið mál, að hann skyldi hafa áhrif
á Gísla í þessa átt, þegar allar kringumstæður eru teknar
með í reikninginn. Gísli var þá 18 ára skólapiltur, einmitt
á þeim aldri þá er fróðleikshneigðir ungir menn eru næm-
astir fyrir nýjum hugmyndum, og yfirleitt öllum áhrifum
utan að. Skáldskapur Byrons og lífsskoðun fundu einnig
frjóan jarðveg hjá Gísla. Árið eftir yrkir hann sonnettu
til Gríms, sem þá var á ferðalagi suður um lönd, og ávarp-
ar hann þessum orðum: „Þú færð að koma þar sem Byron
dvaldi“. Er Gísla verður hugsað til Ítalíu, verður nafn
Byrons efst í huga hans. Síðar á sama ári byrjaði hann
að yrkja kvæðið Faraldr, en samkvæmt eigin frásögn höf-
undarins og vitnisburði kvæðisins sjálfs, er það beinlínis
ort í anda Byrons; stæling á kveðskap hans, eins og ítar-
lega mun sýnt verða, bæði að yrkisefni og lífsskoðun.
Miklu víðar í kveðskap Gísla kennir áhrifa frá Byron, en
hvergi eru þau ákveðnari eða djúpstæðari heldur en í
Faraldi, cg hæfir því, að það kvæðið sé bæði upphaf og
þungamiðja þessarar rannsóknar.
Faraldr er eitt af elztu kvæðum Gísla. Það kom fyrst
út 1848 í NorÖurfara, er þeir Gísli og Jón skáld Thórodd-
sen stóðu að, og var þá 64 erindi. Öðru sinni var það
prentað í Ljóðmælum (1891) og aukið að mun, því að tíu
erindum hafði verið bætt við, þrem í kvæðisbyrjun, en
hinum sjö nær kvæðislokum. í Ljóðmælunum fylgir Gísli