Skírnir - 01.01.1939, Page 140
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byrori
137
einnig kvæðinu úr hlaði með „litlum formála“, eins og
hann kallar það. Þar skýrir skáldið sjálft frá uppruna
kvæðisins, sambandi þess við Byron og viðtökum þeim, er
það fékk á íslandi. Er formáli þessi því hinn merkileg-
asti, og er af þeirri ástæðu tekinn hér upp að eigi litlu
leyti: —
,,Þetta kvæði, sem er byrjað seint á ári 1846, er í heild
sinni mest ort 1847 og þá prentað skömmu seinna í fyrsta
árgangi Norðrfara 1848. Það var í þetta sinn fyrst til-
gangr minn að prenta það ei aptr í þessu safni, því eg
hafði lengi fundið, að viðbætis dálítils þurfti með í upp-
hafi og niðrlagi og ætlaði mér þá heldr að láta kvæðið
koma svo fram í fyrsta sinn aptr á öðrum stað. En eptir
því sem eg smátt og smátt sá, að þetta kvæðasafn þó
verðr nokkru stærra, enn frá upphafi var ráð fyrir gert,
þá sá eg það æ betr, að það var ófært, að taka þar ei einnig
upp það kvæði, sem frá upphafi hafði verið talið eitt höfuð-
kvæðið í Norðrfara, og þá strax hafði fengið ei svo lítið
á marga menn, af því að sá skáldskapr þá var mönnum
að miklu alveg nýr á íslandi, og einna mest sýndi stefnu
og hugarfar höfundarins. Að svo var þá, er mér óhætt
að fullyrða, því eg hefi nóg vitni ýmsra merkra manna
um það, þó sumir þá væru ungir og ritdómar í blöðum
íslenskum væru þá ei orðnir eins tíðir og síðan, þó því
miður skorti margt enn á um ágæti eða sanngirni þeirra
... Um Faralcl skal eg aðeins segja það, að eg.veit með
vissu að mörgum hinum beztu mönnum þótti ei svo lítið
til hans koma, er hann kom fyrst út, og fann eg þetta
bezt þegar eg tólf árum síðar kom fyrst aptr til Islands.
Því þá varð eg hissa á því, og þó glaðr við, að svo margir
enn kunnu að hafa yfir langa kafla úr honum ei síðr enn
allan „Jakobsgrát“, og skal eg þó hér aðeins geta eins,
er þó var margra annara ígildi, þar sem hann hafði manna
bezt vit á og dýpsta tilfinningu fyrir sönnum skáldskap.
Þarf eg varla að geta þess, að þessi maðr var Pétr Hav-
stein, amtmaðr síðan, en óhætt tel eg mér að segja, að
hann kunni þá mjög mikið úr Faralcli utan bókar og má