Skírnir - 01.01.1939, Síða 142
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
139
menn á íslandi fá nokkuð veðr af þessum skáldskap“ (þ.
e. skáldskap Byrons). Eins og eg hefi sýnt fram á í fyrr-
nefndri ritgerð minni „Grímur Thomsen og Byron“, þá
hafði Grímur ort kvæði í byronskum anda og stælt kvæði
eftir hann („Sjómannavísur" — ,,Hafið“) og birt þau í
Fjölni og Nýjum Félacjsrituni á árunum 1844—46. Hitt
má með sanni segja, að Gísli hafi verið fyrsta skáld ís-
lenzkt, og ef til vill það eina, sem vísvitandi stældi Byron
og fór eklci í neina launkofa með það. Hjá öðrum íslenzk-
um skáldum, t. d. Grími Thomsen, var skyldleikinn við
Byron ávöxturinn af áhrifum frá honum fremur en ákveð-
in tilraun til að líkja eftir honum.
Rennum nú, til frekari glöggvunar, augum yfir feril Far-
alds, eins og honum er lýst í kvæðinu, sem ber nafn hans:
Þegar tjaldinu er lyft frá sjónarsviðinu í kvæðisbyrj-
un, blasir við valköstum hlaðinn vígvöllur að kveldi dags.
Umkringdur þeim talandi táknum eyðileggingar og ömur-
leika situr Faraldr einn á „arasteini“ og starir helbleik-
um sjónum á elfi, er hraðar falli til hafs. Líkt og „skuggi
meðal skugga“ situr hann á sjónarhóli sínum, þangað til
sól er hnigin, en máninn risinn, er varpar föium bjarma
og dapurlegum yfir fallna hermenn og deyjandi. Vindur-
inn gnauðar í trjánum og særinn stynur við sanda í
fjarska. Faraldr horfir á ána, laugaða mánaskini, og
hún vekur af blundi sárar minningar í brjósti hans; marg-
ar myndir frá löngu liðnum árum líða honum nú fyrir
sjónir, því að honum er varnað þess — að gleyma. Hann
minnist sælu æskuáranna í fjalldalnum fagra og hugum-
kæra:
„Djúpt í Dvalafjöllum
dalr liggur einn,
á breiðum blóma-völlum
brunar straumr hreinn
um þann dal að ægi blám;
þar og hið lygna Leiptrvatn
liggr und björgum hám.
Þar hef eg áðr unað
æsku-stundum mín,
sí hef eg síðan munað,
sælu-vatn, til þín!
Angrlaus eg undi þar,
því um hel og heimsins glaum
hugsaði eg ekki par.