Skírnir - 01.01.1939, Síða 143
140
Richard Beck
Skírnir
Sá eg í dvala-draumum
um daga ár og nótt
stjörnur úr himinstraumum
stíga og hverfa skjótt;
sól um aptna síga í mar,
er úr kaldri unnar-laug
aptr morgun bar.
Sat eg und fjalli fríðu
foldu grænni á
um vor í veðri blíðu
vatni bláu hjá;
endurskein hin mikla mynd
kletta og fjalla kringum mig
úr krystaltærri lind.
Á vatni svanir sungu
sætum töfra-róm,
man eg ei manns af tungu
mærri nokkurn óm
enn þann skæra svana-söng —
vatni hjá með söknuð samt
sat eg dægrin löng“.
Og hann fékk eigi varizt árásum útþrárinnar, sem hvísl-
ar honum í eyru lystilegum loforðum um gull og græna
skóga, þó að það sé að vísu eigi þannig orðað í kvæðinu;
raddirnar fögru „úr Niflungaheim“ báru hann ofurliði,
svo að hann fann eigi lengur yndi í átthögunum eða á ætt-
jörð sinni, en hélt, eins og svo fjölmargur hefir gert, út í
heiminn í gæfu- og framaleit. Víða um lönd lágu spor hans;
hann kynntist fjölda mannanna barna, gaumgæfði háttu
þeirra og horf við lífinu, en varð þess áskynja, að „fáir
vissu víst vegrinn hvert að lá“ og að flestir létu berast
,,lífsins undan straum“. Hann hefir drukkið djúpt af bik-
ar gleði og nautna, en komizt að raun um, að með þeim
hætti verður varanleg hamingja eigi höndluð, að slík ver-
aldargæði eru einber hégómi — vanitas vanitatum. Hann
hefir notið ástarsælu í ríkum mæli, en hún er gengin
gleymskunnar veg. Svipað hefir farið um vini hans; sum-
ir þeirra eru horfnir inn um dauðans þöglu dyr, aðrir hafa
snúið baki við honum.
Þannig þreytir Faraldr æviskeið sitt, leiður á lífinu,
vinavana og heimilislaus — útlendingur í ókunnu landi.
Eina úrlausnin er að bregðast hetjulega við kaldrifjuðum
örlögum, „að láta barm ei buga böl þó særi mest“, eða eins
og skáldið orðar það annars staðar: „í bitrum vindi að
böli leika sér“. Og ein von gefur honum enn nokkurn byr
undir vængi — brosir honum sem stjarna í skýjarofi —
vonin sú: