Skírnir - 01.01.1939, Side 144
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
141
„að í kyrrum æskudal
örlög veittu að enda lif
æfilúnum hal“.
Þó fær hann eigi að sjá þá von rætast; hann fær eigi
framar að líta ,,dalinn dýra“ og smárinn grær eigi á grænni
gröf hans. Þessi síðasta hamingjuvon hans hvarf „eins og
sól er í æginn rann“; og þá bíður hans hlutskipti útlagans:
„Vinum sviptr og fóstrfold
annarlegu i landi eg á
að leg'gja bein i mold“.
En hví skyldi hann sérstaklega kvarta yfir örlögum sín-
um; sveipar dauðinn eigi, fyrr eða síðar, allt, sem lifir,
myrkri skykkju sinni? Kynslóðir koma, kynslóðir fara.
Falla eigi allar dýrðlegar og háreistar hallir, gérðar af
manna höndum, í rústir að lokum? Hvar er dýrð fortíðar-
innar? Eyðilegging — auðn — dauði — eru lokaörlög alls.
Hugljúf minningin um meyjuna, sem hann unni í æsku,
og hefir aldrei gleymt, varpar þó mildari blæ yfir ömur-
legar hugsanir Faralds á banadægri hans; hann reif sig
„með blóðgan barm einlægum meyjar faðmi frá“ og lagði
lönd undir fót í leit þeirrar gæfu, er hann fann aldrei;
hann hafði látið ginnast af flöktandi vafurlogum. Nú skil-
ur hann fyrst ást æsku-unnustunnar, og eina huggun hans
er það, að hún myndi fyrirgefa honum, ef hún vissi hver
örlög biðu hans. Og hann biður fyrir henni á banastund-
inni. Út frá þessum hugleiðingum um lífið og mannleg ör-
lög deyr Faraldr síðan í næturkyrrðinni, einmana, „er-
lendis á auðri strönd“.
Þessi stutti útdráttur gefur, vænti eg, nokkra hugmynd
um anda kvæðisins og lífsskoðun Gísla eins og hún kemur
þar fram; því að enginn vafi leikur á því, að Faraldr end-
urspeglar bæði skaplyndi skáldsins og ævikjör; þarf eigi
í því sambandi annað en benda á lýsingu hans á æskudaln-
um, sem er háíslenzk. Engu að síður er kvæðið jafnhliða
stæling á Byron, og höfum vér orð Gísla sjálfs því til stað-
festingar; aðrar stoðir renna einnig undir þá skoðun; lífs-
horf það, sem lýsir sér í kvæðinu, er byronskt mjög; lífs-