Skírnir - 01.01.1939, Page 145
142
Richard Beck
Skírnir
leiðinn (Weltschmerz), sem Byron var svo eiginlegur, er
hér í algleymingi. Söguhetjan er einnig byronsk með af-
brigðum. Gísli segir í formálanum að kvæðinu, að það sé
eigi stæling á neinu sérstöku kvæði Byrons, og segja má,
að Faraldr líkist nærri því hverri söguhetju Byrons sem
er, en þær eru allar endurspeglun af skapgerð Byrons
sjálfs, og því hver annari líkar að höfuðeinkennum. Þær
hafa allar beðið skipbrot í lífinu og eru sjálfdæmdir út-
lagar af ættlandi sínu; þær finna allar samtíð sinni margt
til foráttu, eru þunglyndar og efasjúkar. Samt er eg þeirr-
ar skoðunar, að Faraldr líkist Childe Harold’s Pilgrimage
meira heldur en nokkru öðru kvæði Byrons, bæði hvað efn-
ið snertir og söguhetjuna. Nafnið sjálft, Faraldr, sá, er
víða fer, bendir í þá átt, að ógleymdu því, hver líking er
með nöfnum söguhetjanna: Faraldr — — — Haraldr
(Harold).
Satt er það að vísu, að Faraldr er ólíkur Childe Harold
að umgerð atburðanna og ljóðfomii; bragarháttur Far-
alds er miklu lausari í reipunum og kvæðið drjúgum
meira hrotasilfur en Childe Herold; minnir það að þessu
leyti á kvæði Byrons The Giaour. Hins vegar minnir sögu-
efnið og lífsskoðunin í Faraldi á Childe Harold, og kemur
það greinilegar í ljós við samanburð á báðum kvæðunum.
Childe Harold unni ættjörð sinni, en leiddist þó lífið
þar:
„Then loathed he in his native land to dwell,
Which seemed to him more lone than Eremite’s sad cell“.6)
,,Þá varð honum hvimleið dvölin á ættjörðinni,
þar sem honum fannst einmanalegra heldur en í munkaklefa".
Hafði hann þó „baðað þar í hádegissól“ (“basked him
in the noontide sun”).
Sama varð upp á teningnum fyrir Faraldi, eins og fyrr
greinir. Áhyggjulausar sælustundir æskuáranna veittu
honum eigi sálarfró, er til lengdar lét; ekki fann hann
heldur svölun í náttúrufegurð átthaganna. Dulmögnuð
ævintýraþráin hvíslaði honum seiðandi söngva í eyra: