Skírnir - 01.01.1939, Síða 146
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
143
„Einhver óskýr knúði
áfram löngun mig,
svo að fljótt eg flúði,
aleinn svo um aldinn mar
fór eg burt af fóstrjörð,
fann eg ei yndi þar“.
fagri dalr, þig:
Þessir sjálfdæmdu útlagar eiga sageiginlegan griða-
stað; þeir finna fró sálu sinni í heimi ímyndunarinnar, í
draumum og draumórum víðfleygs hugar. Childe Harold
fer um þetta mörgum orðum (III, V—VII), og þessi um-
mæli Faralds eru af sama toga spunnin:
„Ef hugarburðir hverfa því allt úr veröld yndi fer,
heimr tómr er, æska, gleði, ást og von,
að hjarta harmar sverfa er ímyndunin þver“.
helja brjóstið sker:
Childe Harold og Faraldr hafa báðir kannað lysti-
semdir lífsins í ríkum mæli. Harold tjáir oss, að hann hafi
„teigað of ört“ (“quaffed'too quickly”) bikar nautnalífs
síns og komizt að raun um það, að dreggjarnar voru
beiskju blandnar (“that the dregs were wormwood”).
Reynsla Faralds er þessu í engu frábrugðin; að hans
dómi eru heimsgæðin hús á sandi byggt:
„Alls þess yndis naut eg Fann eg að allt í heimi hér
er að njóta má; autt og bert og einskisverðt
fegurstu blómin braut eg -— er í sjálfu sér“.
blikna öll eg sá.
Hvorugur þeirra hefir verið við eina fjölina felldur í
ástamálum; en eigi hefir það marglyndi verið þeim neinn
hamingjugjafi. Báðir harma þeir hana, sem þeir unnu, en
yfirgáfu. (Smbr. Childe Harold, III, liii.). Harold huggar
sig við drauminn um það, að fundum hans og ástvinunnar
beri saman. Á banadægri kveður Faraldr æsku-unnust-
unni þennan skilnaðaróð:
„Af hjarta og huga blíðum, æsku minnar védís var.
þars heima grænka tún, ímynd hennar alla stund
í æsku einum þýðum eg í hug’a bar.
unni eg svanna. Hún