Skírnir - 01.01.1939, Síða 148
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
145
Vinafáir hafa þeir báðir að heiman haldið. Harold lýsir
þannig brottför sinni: „Enginn vinur rétti honum hönd
til kveðju“ („No friend the parting hand extended gave“),
og ennfremur: ,,hafi hann átt vini, kvaddi hann enga
þeirra“ („if friends he had, he bade adieu to none“). Eigi
hafði hann þeim heldur margt að muna. Þeir höfðu reynzt
honum hviklyndir smjaðrarar; á þeim hafði sannazt hið
fornkveðna: „úti er vináttan, þá ölið er af könnunni“.
Faraldr hefir líka sögu að segja:
„Vini átti eg væna,
vio það kættist lund,
eins og grasið græna
glóðu þeir um stund.
Allir hurfu þó mér þeir:
sumir dóu, sumir mig —
sé eg nú engan meir.
Sárt er svik að þola
svönnum fögrum af;
nöpur er norðangola,
er nötrar grund og haf;
en næmast held eg næði þó
kuldi er vinar vörum frá
vinar að hjarta fló“.
Þar sem lífsreynsla þeirra Harolds og Faralds hefir ver-
ið svo lík, mætti ætla, að sama máli gegni um horf þeirra
við lífinu, enda er því þannig farið. Þeir hafa siglt skipi
sínu í strand og hefir það gert þá beiska og kaldræna í
lífsskoðunum. Þeir finna sárt til þess, hversu ömurlegt
það er að standa einmana uppi, enda þótt sjálfum þeim
sé um að kenna. Harold segir:
„What is the worst of woes that waites on age?
What stamps the wrinkle deeper on the brow?
To view each loved one blotted from life’s page
And be alone on earth, as I am now“.°)
„Hver er hin mesta ógæfa, sem ellinnar bíður?
Hvað dýpkar hrukkurnar í ásýnd manns?
Að sjá ástvinina hverfa af sjónarsviðinu
og standa einn ofan svarðar, eins og eg geri nú“.
Faraldr harmar einnig einstæðingsskap sinn:
„Sárt er einn að sýta
sviptr von og fró,
á eptir yndi að líta
um eilífð burt er fló —
einmana svo um æfikvöld
ráfa um auðnu öllu sviptr,
ást og vinafjöld“.
10