Skírnir - 01.01.1939, Page 149
146
Richard Beck
Skírnir
Þó eiga þeir báðir nokkura harmabót mitt í þimgbærri
og djúpstæðri örvæntingu þeirra. Harold horfist þannig
í augu við andvíg örlög:
„The very knowledge that he lived in vain
That all was over on this side the tomb,
Had made Despair a smilingness assunre“.10)
„Sjálf vitundin um það, að hafa til einskis lifað,
að öllu væri lokið hérna megin gi’afar, hafði fært
bros á brá örvæntingarinnar".
Svo líkt að furðu sætir, jafnvel að orðalagi, er viðhorf
Faralds:
„og víst er nokkuð þó í því,
að vita að allt er einskis verðt
en þó berjast sí“.
Þrátt fyrir bölsýni þeirra Harolds og Faralds, er æsku-
heimkynnið þeim enn hugþreyð friðarhöfn í stormum lífs-
ins. Fer Harold (III, xcii.) um það mjög keimlíkum orð-
um eins og Faraldr í erindinu:
„Þegar í raunir rekr
og rósemd burtu flýr,
hugrinn horfa tekr
heim og þangað snýr:
Sameiginlegt skipbrot drauma og vona hafa rótfest þá
skoðun hjá bæði Harold og Faraldi, að allt í lífinu sé á
hverfanda hveli, fljótandi á hraðstreymri tímans elfi „að
feigðarósi". Harold hugleiðir horfna dýrð Aþenuborgar
og Aþenumanna og spyr: „Forna, veglega Aþena, hvar
eru voldugir valdhafar þínir og skörungar? Horfnir —
sem leiftur!“ (II, ii.). Annars staðar snýr hann huganum
að gullöld Rómaborgar: „Hvar eru gullnar hvelfingar
hennar? Hvar eru þeir, er dirfðust svo hátt að byggja?“
Sömu hugsanirnar sækja á Farald, svipir fortíðarinnar:
áttar-högum sínum sí
marið hjarta frið og fró
finnr síðast í“.