Skírnir - 01.01.1939, Side 150
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
147
„Fölna eiga og falla
furðuverkin öll,
dimmr dauði kalla
bars dýrðleg fyrr stóð höll —
kynslóð fæðist, kynslóð deyr:
bær iifðu, unnu, en varla vér
vitum um þær meir.
Hvað er orðið eptir
af allri fornri dýrð?
Brotnar steina-stéttir,
er standa í dimmri kyrð:
Kartagór ösku dreifði á dreif
vindr, og siðan reiðr Róms
rústum yfir sveif“.
Lífsskoðun þeirra Harolds og Faralds er þó eigi að öllu
leyti neikvæð og þölsýn. Báðir þera þeir í brjósti djúpa
frelsisást og láta sér annt uni lausn kúgaðra þjóða úr þræl-
dómshlekkjum. Sú tilfinning er sem heitur undirstraumur
kvæðaflokksins Childe Harold’s Pilgrimage frá byrjun til
enda. Á ferð sinni um Portúgal harmar Harold það sárt,
að þar búi eigi frjáls þjóð. Jafnframt er hann fasttrúað-
ur á sigur lýðfrelsisins í heiminum þegar stundir líða;
hann er sannfærður um það, að fræ þess muni fagran
ávöxt bera í framtíðinni. (Smbr. Childe Harold, IV, xcviii.)
Faraldr féll, eins og fyrr getur, að velli í frelsisstríði;
kemur frelsisást hans kröftuglega fram í þessu erindi,
sem höfundur bætti við kvæðið í seinni útgáfu þess (Ljóð-
mæli 1891).
„Sé eg lýða í löndum Eitt er það, sem aldrei deyr:
leyst úr ánauð kyn, frelsis ást um allan heim
firðan blóðs og böndum æ skal vaxa meir!“
blómgaðan frelsis hlyn!
Ofangreindur samanburður, og mætti þó fleira tilfæra,
er, að því er mér virðist, ærin sönnun þess, að Childe Har-
old var fyrirmynd Faralds, og að þetta kvæði Gísla er
um margt næsta nákvæm stæling fyrrnefnds skáldverks
hins enska lávarðar. Þó að Faraldr sé, eins og bent hefir
verið á, endurspeglun af skaplyndi og skoðunum Gísla
sjálfs, á kvæði þetta þó að miklu leyti rót sína að rekja
til kynna hans af Childe Harold; og mér er nær að halda,
að Faraldr hefði aldrei orðið til í núverandi mynd sinni,
nema fyrir áhrifin frá Childe Harold. Ummæli Gísla sjálfs
eru ein sér næg sönnun þess, „hvaðan hann hafði hitann
10*