Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 151
148
Richard Beck
Skírnir
úr“; hann fór ekki í neina launkofa með það, að hann
hefði í umræddu kvæði sínu stælt Byron, enda þótt hann
nefndi eigi kvæðaflokkinn ChilcLe Harold sem sérstaka
fyrirmynd sína.
Eins og vikið var að, skiptir í tvö horn með umgerð
kvæðanna — baksýn atburðanna; meðal annars ber Gísli
þá saman, í formálsorðum sínum, Farald og Úlf hinn
úarga. Sést hér berlega, hvernig hið gamla og nýja fellur
í einn farveg í kveðskap Gísla, enda stóð hann alltaf föst-
um fótum í norrænni fortíð — var eigi ósjaldan fornyrtur
úr hófi fram — þó hann væri jafnframt næmur á andleg
veðrabrigði samtíðarinnar, einkum hvað snerti stjórn-
frelsishreyfingarnar, og sækti þangað mörg yrkisefni.
Faraldr er auk þess eigi flokkur ferðalýsinga — þar sem
útsýn og umhverfi breytast stöðugt — eins og Childe Har-
old. Þetta kvæði Gísla er í eintals- og hugleiðingaformi.
Eigi að síður er það aðeins ytri hlið þess — ramminn. Sú
hliðin, sem meiru varðar, hugsunin og andinn, er há-
byronsk.
Minna má á það, að Gísli hafði einmitt um þessar mund-
ir orðið fyrir sárum vonbrigðum í ástum. Það var því ofur
eðlilegt, að þunglyndis-þrunginn og draumrænn kveðskap-
ur Byrons, ekki sízt Childe Harold, talaði til hans sterk-
um rómi; jarðvegur sálar hans var plægður akur slíkum
boðskap. Einnig má rekja í Faraldi svipaða þróun mann-
legra tilfinninga eins og í Childe Harold. í byrjun er þar
aðeins um að ræða harmagrát skáldsins út af eigin raun-
um, en síðar harmatölur hans yfir böli mannanna barna
hvarvetna; undirstraumur kvæðisins verður með öðrum
orðum hreinræktaður byronskur lífsleiði.
Bergmál frá skáldskap Byrons er víðar að finna í kvæð-
um Gísla heldur en í Faraldi. Saknaðarvísurnar ,,Inez“,
þó eigi sé þar um bein áhrif frá Byron að ræða, eru nefnd-
ar eftir ástarkvæði hans „To Inez“, eins og höfundur hins
fyrrnefnda skýrir sjálfur frá í athugasemd. Þess er einn-
ig vert að geta, að þetta kvæði Byrons er einmitt í Childe