Skírnir - 01.01.1939, Page 153
150
Richard Beck
Skírnir
unum „Óyndi“ og „Kvæðisbrot". í fyrra kvæðinu er helzt
að sjá sem skáldið sé leitt á öllu, sem lífið hefir að bjóða;
honum leiðist „þegar laufguð er eikin háa og hafið bláa
gnauðar að gamni sínu“; og á mildum kvöldum, „þegar
blæju blíða breiðir nóttin fríða hæga á himinlind", er sú
löngun ríkust í huga hans „að leggja á sjá og að halda um
hafið kalda“ eitthvað langt út í fjarskann.
f seinna kvæðinu harmar höfundur sáran horfið sumar
og innreið haustsins á hrímfáki sínum; bleikur og kaldur
ömurleiki þess mætir alstaðar sjónum hans:
„Dimmt er allt og dauft að sjá — hærast þau í vindum svölum,
Dautt er líf á björgum há — einmana yfir auðum dölum
ellihrímið hrín þeim á — alvarleg með kalda brá“.
En brátt hvarflar skáldið þó sjónum frá náttúrunni að
mannlífinu og lýsir því átakanlega, hversu menn standa
að ævilokum „eins og barrlaust birkitré", sviptir öllu nema
endurminningunum um liðna tíð.
Þá er og mjög líklegt, að fyrirmyndina að kvæði Gísla
„Draumr“ sé að finna í kvæði Byrons með sama nafni
(The Dream); hið fyrra minnir að minnsta kosti mjög á
hið síðarnefnda. Báðum er kvæðum þessum skipt í kafla
og þau hefjast á inngangshugleiðingu um drauma almennt.
Efnið er einnig mjög líkt. Skáldin sjá líf sitt svífa sér
fyrir sjónir í draumi; í báðum kvæðunum snýst hugurinn
um konu þá, sem þeir unnu, en fengu ei að njóta; kvæðin
eru þannig hvorttveggja í senn, lífssaga og harmatölur.
Einnig er mér nær að halda, að rekja megi þræði frá
öðru draumkvæði Byrons, „Darkness" (Myrkur), til
„Draums“ Gísla, þ. e. a. s. í erindi því, er lýsir sálarástandi
hans og umhverfi að ástmey hans látinni:
„Niða myrkr
sem í Niflheimi
hjúpaði himnarann;
orguðu mér um eyru
æstir vindar
um þá ógna nótt“.
Þá yrkir Gísli heilan kvæðaflokk „tJr dagbók“ (Til Ást-
ríðar) út af ástavonbrigðum sínum og eru flest þeirra