Skírnir - 01.01.1939, Page 154
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
151
ljóða stíluð til unnustu hans. Má í mörgum þeirra sjá
merki byronskra áhrifa; þau eru þrungin lífsleiðindum
og þunglyndi. í kvæðinu „Ólund“ kemur fram svipuð löng-
un til að sökkva í gleymsku eins og lýsir sér svo eftirminni-
lega í Manfred, Byrons, einkum í fyrra erindi kvæðisins:
„Rennið út í Ránar haf, og mig set á unnar stein
ræfils æfi dagar, einn með harminn djúpa,
legg eg brotinn stuðnings staf ó! þú gleymska öll min mein
við strauma öldu lagar og endrminning hjúpa!“
Ber þetta kvæði Gísla einnig nokkurn keim af kvæði
Gríms Thomsens með sama nafni, sem einnig er ramm-
byronskt að hugsun og anda; en sú líking mun þó frekast
því að kenna, að báðir yrkja þar undir áhrifum Byrons.13)
Annað kvæði í umræddum Ijóðaflokki Gísla, með viðlag-
inu „Tæmið þið hornin og hellið svo á!“, líkist merkilega
mikið kvæði Byrons: „Fill the Goblet Again“ („Fyllið
bikarinn aftur“) ; sömu tilfinningarnar finna þar fram-
rás: — vináttan og ástin breytast; mörg konan er „svikul
og flá“, í bikarnum einum er trúfestu að finna, eða eins og
Byron orðar það:
„Let us drink! Who would not?
Since through life’s varied round
In the goblet alone no deception is found“.
„Látum oss drekka! Hví eigi? Fyrst bikarinn er
hið eina, í hverfleika lífsins, sem engin svik
eru fundin í“.
Berum nú þetta saman við eftirfarandi vísu úr kvæði
Gísla:
„Allt þó í heiminum annað oss blekki
og einir á jörðu vér hljótum að stá,
trygglyndi dreyri, þú tælir þá ekki,
sem trúa af alhuga megnið þitt á.
Tæmum því hornin og hellum svo á!“
„Farðu vel“ í sama kvæðaflokki er eigi, að hugsun til,
ólíkt samnefndu kvæði Byrons, að minnsta kosti byrjun
beggja. Hið alkunna kvæði Byrons hefst þannig: