Skírnir - 01.01.1939, Page 155
152
Richard Beck
Skírnir
„Fare thee well and if for ever
Still for ever fare thee well“.
„Farðu vel, og ef eilíflega, farðu þá
vel um eilífð alla“.
Síðasta kvæðið í umræddum flokki nefnist „Nú eru lið-
in tvisvar tíu“, harmatölur út af horfnum æskuárum og
glötuðum:
„Nú eru liðin tvisvar tíu
talin ár af lífi mínu —
en hvað færi eg ári nýju
utan söknuð þess, er dvin?
Nú á mótum æfi ára
aptr eg lít á farinn veg
og mig vissan angrar sára:
til einskis lifað hefi eg“.
Er það æði ömurleg sakfelling á sjálfan hann frá vör-
um tvítugs ungmennis. Svipaðan dóm felldi Byron yfir
sjálfum sér í orðunum: „My days are in the yellow leaf“
(„Dagar mínir eru sem bliknað laufið“), er hann orti
hálffertugur.
Eins og Byron var Gísli hinn mesti frelsisvinur og lá
mjög á hjarta frelsisbarátta samtíðar sinnar. Kom það
t. d. fram í kvæði hans Faraldr, þar sem söguhetjan fórn-
ar lífi sínu á vígvellinum á altari lýðfrelsisins. 1 öðru
kvæði sínu, „Hreiðarsljóðum", segir hann:
„Skáldi er fegri frelsis hetjan unga
er fellr í val, þó kveði ljóð ei tunga“.
Athafnamaðurinn — hetjan — er því Gísla mest að
skapi, enda unni hann karlmennsku og hreystihug (smbr.
hina þjóðkunnu vísu hans „Að bíða þess, sem boðið er“).
Byron var líkt skapi farinn: „Actions, actions, I say, and
not writings, least of all rhyme“ („Dáðir, dáðir, segi eg,
og ekki skrif, sízt af öllu kveðskap“), stendur í dagbók
hans á einum stað; og það var einmitt þessi athafnaþrá
Byrons, sem knúði hann til þátttöku í frelsistríði Grikkja.
Fyrst Gísli bar svo ríka frelsisást í brjósti, fór það að
vonum, að hann lét sig miklu skipta stjórnarfarslegar
hreyfingar sinnar tíðar, allt það, er laut að auknum þjóð-
réttindum og mannréttindum, og hafði vakandi auga á
nýjum stefnum og straumum í þjóðfélagsmálum. Tíðum