Skírnir - 01.01.1939, Page 156
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
153
gerir hann stjórnarfarslega viðburði sinnar aldar sér að
yrkisefni, og fer fjarri, að hann takmarki sig við ættland
sitt í því tilliti; hann var heimsborgari að hugsun, og lá
Norðurálfan öll, og jafnvel Norður-Ameríka, innan vé-
banda áhugaefna hans.
Um Febrúarbyltinguna frönsku yrkir hann kvæðið
„Upphaf frelsishreyfinganna 1848“, og telur ástandið
þannig, að þörf sé byltingar:
„Atað er kyn og óhreint blóð,
í ánauð lýðir stynja,
þrungin eitri þokuslóð —
þruma verðr að dynja.
Vaknið því af doða-dúr,
dróttir orkuvana!
þvætti burtu skrugguskúr
skömm og harðstjórnina!“
I sama anda er kvæði hans „Bjarkamál hin nýju“, og
talar þar formælandi hinna kúguðu þjóða og stétta:
„Nógu lengi öðrum unnuð
undir hörðum þrælageir,
móti vörn ei veita kunnuð,
vopnin yðar deyfðu þeir.
Af herðum nú með hölda móði
hristið arga þræla mergð,
og hunding-ja í hjarta blóði
herðið þau hin deyfðu sverð!
Þá, sem glotta að dýrðar degi
og deyða vilja frelsis skin,
þjóðníðinga þolið eigi,
þvi þeir eru nöðrukyn!
Alla verðir eymd að kanna,
armir sinna gjörða víst,
heimsku studdir hatai' manna,
sem hafa minnst æ skilið Krist“.
Kröftugast slíkra kvæða Gísla er þó hin mikla drápa
hans „Júníbardaginn í Parísarborg 1848“, og segir, meðal
annars, þannig frá í inngangsorðum höfundar: „Það var
verkalýðrinn, sem þá fyrst kom fram í öllu afli sínu og
reis á móti langvinnri kúgan auðmannanna, er einir vilja
hafa allan arðinn af vinnunni, en gjalda vinnufólkinu sem
optast of lítil laun. Verkamennirnir urðu reyndar undir
þá . . . en þó hafa þeir þroskazt svo síðan við allt þetta
um allan heim, að nú verða stjórnarmennirnir æ meir og
meir að hafa tillit til óska „Socialdemokratanna", því það
er nærfellt orðið aðalatriðið í stjórnar- og þjóðmálum alls-
staðar, þar sem verkalýðrinn er einna fjölmennastr og
lætr nokkuð til sín taka“. Ber kvæðið því ótvírætt vitni,