Skírnir - 01.01.1939, Blaðsíða 157
154
Richard Beck
Skírnir
að verkalýðurinn á samúð Gísla óskipta, eins og lýsir sér
í þessum ögrunarorðum og ádeilu, er hann leggur þeim
í munn:
„Nógu lengi yður unnum,
auðardólgar, þér sem æ
sitið gnægðir gulls að brunnum,
en gagnið hvorki jörð né sæ!
Þið, sem ei til annars lifið,
enn að kýla vömb i frið,
hafið allt til yðar hrifið
og okkar sveita nærist við“
Það er því laukrétt athugað hjá Þorsteini skáldi Gísla-
syni, sem bezt hefir ritað um þessa hliðina á kveðskap
Gísla, að hann flutti fyrstur manna kenningar jafnaðar-
manna til íslands í kvæðum sínum, en um það farast Þor-
steini þannig orð: „Hugur Gísla er allur með verkamönn-
unum, og uppreisnarmönnunum, sem rísa gegn kúgun og
ranglæti, hvar sem er. Hann er án efa fyrsta íslenzka
skáldið, sem yrkir af eindreginni samúð um kröfur jafn-
aðarmanna, enda er þetta kvæði hans, sem hér er vitnað
til, ort á fyrstu umbrotatímum þeirrar hreyfingar, löngu
áður en nokkur ómur af þeim kenningum varð að berg-
máli hjá almenningi hér heima“.14)
Jafnframt var Gísli ótrauður málsvari undirokaðra
þjóða. Hann yrkir langan og merkilegan kvæðabálk um
frelsisbaráttu Ungverja, „Magyaraljóð“; verður honum
að vonum tíðrætt um Kossuth, frelsishetju þeirra, sem
hann dáði mjög mikið; var honum dauði þessa djarfhuga
frelsisvinar, um aldur fram, hið mesta harmsefni. Eru
þessi Ungverjakvæði Gísla þrungin djúpstæðri frelsisást.
En eigi lét hann þar við lenda.
I kvæðinu „írland 1848“, sem ort er þá um sumarið,
rekur skáldið forna frægðarsögu írlands og harmar þá-
verandi niðurlægingarástand þess. Upphaf kvæðisins er
á þessa leið:
„Lítið vestr um haf! Hvaðan bárur um, blær,
berðu sorglegan örvinglis hljóm?
Það er Erin sem grætr og gullhörpu slær,
grætr og hamast mót örlaga dóm“.