Skírnir - 01.01.1939, Page 159
156
Richard Beck
Skírnir
Gísli orti einnig, sem vænta mátti, um slíkan frelsis-
vin, ættjarðarkvæði og eggjanir til landa sinna, og tók
um skeið eigi lítinn þátt í íslenzkum stjórnmálum. En
þar eð hann leit öðrum augum á stjórnfrelsismál íslend-
inga heldur en Jón Sigurðsson, varð hann óvinsæll fyrir
afskipti sín af þeim málum, vafalaust misskilinn af ýms-
um og talinn lítill ættjarðarvinur. Eins og Þorsteinn
Gíslason bendir á, var sú ásökun þó eigi réttmæt: „En
líti menn á kveðskap Gísla, ber hann þess ótvíræðan vott,
að Gísli hefir verið einlægur föðurlandsvinur. Hann ann
frelsi og frelsisbaráttu allra þjóða af heilum hug, en
hatar kúgun og ófrelsi. Hann hefir á yngri árum sungið
Jóni Sigurðssyni óblandið lof, og í andróðrinum gegn
honum síðar vottar hann honum hvað eftir annað virð-
ingu sína og aðdáun, þótt hann fylgi ekki kenningum
hans í stjórnmálabaráttunni."15) Benedikt Gröndal skáld,
sem gagnkunnugur var Gísla, fer þessum orðum um hann:
„Gísli var verulegur föðurlandsvinur“.lc)
En því hefi eg dvalið við kvæði Gísla um þjóðfrelsi og
frelsishreyfingar þeirrar tíðar, að mér leikur grunur á,
að áhugi hans á þeim málum hafi að sumu leyti vaknað
fyrir kynni hans af skáldskap Byrons, eða að minnsta
kosti fengið byr undir vængi úr þeirri átt. Hefir það t. d.
komið greinilega í ljós hvað írland snerti. Einnig skal
athygli dregin að því, að flest af kvæðum Gísla um þessi
efni eru ort á árunum 1845—50, er hann var mest undir
áhrifum Byrons. Tímans umbrot og straumhvörf í þjóð-
málum koma þar þó vitanlega einnig til greina.
Loks er þetta líkt með þeim Gísla og Byron: Hrika-
leikur náttúrunnar og hamfarir hennar heilla þá báða.
Gísli segir í hinu alkunna kvæði sínu:
„Hin dimma, grimma hamra höll
og' holskeflur á sæ
og norðanvindr og nakin fjöll,
sem nötra í kuldablæ:
það hressti mest um gljúfragrund
og gladdi huga minn-----------“.