Skírnir - 01.01.1939, Síða 160
Skírnir
Gísli Brynjúlfsson og Byron
157
Einnig lýsir hann sjálfum sér þannig í kvæðinu „Ymr í
skógviði“:
drógust allir
að dýrum tindum —
undi eg mér opt bezt
í öldu roki“.
„Ei var svo áðr
á Islandi —
sat eg ei inni,
þá svartir mökkar
Til samanburðar skal hér sett lýsing Byrons á Childe
Harold:
„Where rose the mountains, there to him were friends,
Where rolled the ocean there on was his home,
The desert, forest, cavern, breakers foam,
Were unto him companionship . . .“.17)
„Gnæfandi fjöllin voru vinir hans; hann var heima
hjá sér á freyðandi útsænum; hann fann sig í ætt
við eyðimörkina, skóginn, gljúfrið og brimið".
Nú kemur mér eigi til hugar að halda því fram, að þessi
aðdáun Gísla á hrikaleik og hamförum náttúrunnar sé
endilega frá Byron sprottin. ísland, jafn stórbrotið og það
er bæði að landslagi og veðurfari, þegar náttúran bregður
sér í þann ham, er flestum löndum líklegra til þess að slá
slíkar tilfinningar í brjóstum manna. Engu að síður er það
athyglisvert, að þessarar aðdáunar á hinu hrikafengna í
náttúrunni gætir mjög mikið í sumum þeim kvæðum Gísla,
sem ort voru á árunum 1846—50, þegar áhrifin frá Byron
eru sterkust í kvæðum hans. Eftir því, sem árin færðust
yfir hann, hvarf þunglyndið byronska og bölsýnið að miklu
leyti úr kvæðum hans; en frelsisástin er þar jafnan hinn
sterki undirstraumur, þó að hún blossi sérstaklega upp í
mörgum kvæðum hans frá umræddum árum, eins og
áherzla var lögð á hér að framan.
Aðdáun Gísla á Byron lýsir sér einnig í þýðingum hans
á íslenzku af eigi allfáum kvæðum hans, og ummælum um
hann. í Ljóðmælum Gísla eru sex Byron-þýðingar. Þýðing
af „Ode to the French“ er þar prentuð öðru sinni, undir
nafninu „Óðr um Waterloo", ásamt inngangsorðum, sem