Skírnir - 01.01.1939, Side 161
158
Richard Beck
Skírnir
þannig hljóða meðal annars: „Þetta kvæði hefr hið göf-
uga skáld ort rétt eptir fall Napóleons hins mikla, þegar
hið heilaga samband keisara og konunga var að byrja harð-
stjórn sína . . . Það er, eins og það sjálft ber með sér, ort
um eða rétt eptir 1815, er öldungurinn var nýunninn af
keisurum og konungum, er þá þóttust tala í nafni þjóð-
frelsisins; en svo fannst ei Byron og lofar hann því miklu
fremur hið fallna mikilmenni í mótsetningu við hina og
þvert á móti skoðun flestra landa sinna þá. Því Byron var
enginn þjóðernishégómi, en mat það eitt, sem honum sjálf-
um þótti mikilsverðt og gott, hver svo sem annars í hlut
átti — rétt eins og hann væri Starkaðr hinn gamli endr-
borinn til að segja mönnum sannleik".18)
Þá koma þýddir kaflar úr kvæðaflokki Byrons The Gia-
our, en hann er í tölu hinna austrænu ljóðsagna skáldsins
(Oriental Tales) og náskyldur Childe Harold að uppruna,
einkum fyrri kviðum þeirra frægu söguljóða. Þýðingakafl-
arnir úr The Giaour birtust í Ljóðmælum Gísla í fyrsta
sinni; í allítarlegum formála telur þýðandinn Byron „afl-
mesta skáld Englendinga á vorri öld“. Einnig leggur hann
áherzlu á, að Byron hafi verið „frelsis- og ástaskáld hið
mesta“ og um annað fram „skáld hafsins“.
Þá þýðir Gísli eitt af kunnustu ljóðum Byrons, hið fagra
og karlmannlega kvæði hans „Skilnaðar-vísur til T. Moore“
(„My boat is on the shore“), og hinn fræga lofsöng hans
til hafsins („Apostrophe to the Ocean“), er hann kallar
„Hafið“. Eru þessar þýðingar báðar prentaðar í Ljóðmæl-
um hans fyrsta sinni, að undanskildum þrem síðustu vís-
um „Hafsins“, er voru prentaðar í Svövu (1860). Um
kvæðið og þýðinguna segir Gísli í nokkrum inngangsorð-
um: „Mér gat eigi dulist skyldleikinn við skáldskap Egils
Slcallagrímssonar og hefi eg því snúið vísunum í fornyrða-
lag sem Egill og kvað undir „Sonatorrek“, þar sem hann
talar stórkostlegast um sjóinn“. En þó að hugsunin sé
næsta nákvæmlega þrædd, nýtur þetta hreimmikla kvæði
sín ekki nema að litlu leyti undir fornyrðalagi. En hér,
eigi síður en í ýmsum frumortum kvæðum Gísla, kemur