Skírnir - 01.01.1939, Page 164
Stefán Einarsson
Æfintýraatvik í Auðunar þætti
vestfirzka
i.
Fyrir nálægt tveim tugum ára benti Reidar Th. Christ-
iansen fyrstur manna á svip með norska æfintýrinu „Kett-
an á Dofrum“ og Auðunar þætti vestfirzka. Æfintýrið,
sem til er í mörgum gerðum, er á þá leið, að tröll eru vön
að vitja bæjarins á jólanótt, reka fólkið burt og setjast
að jólamatnum. En fyrir ein jól kemur gestur á bæinn
með (hvíta)björn og biðst gistingar. Fólkið varar hann
við óvættunum, en hann lætur sig það engu skipta. Síðan
koma tröllin, og er þau sjá björninn, halda þau, að það sé
köttur, og kalla til hans: „Ketta, viltu langa?“ En björn-
inn reiðist og rekur tröllin á dyr. Gesturinn heldur svo
leiðar sinnar með björninn. En næstu jól koma tröllin enn
og spyrja, hvort ketta sé enn á bænum. Þegar því er játað
og þar við bætt, að hún hafi eignazt sjö kettlinga, þá bíða
tröllin ekki boðanna, heldur hafa sig á burt fyrir fullt og
allt. Þetta æfintýri þekkist nú ekki aðeins í Noregi, heldur
líka í Svíþjóð, Finniandi, Danmörku og Þýzkalandi og víð-
ar, í ýmsum myndum. Einna merkilegust er gerð þess í
kvæðinu „Schretel und Wasserbár". Það er ritað í Pfalz
fyrir 1300, en talið af lágþýzkum uppruna. Kvæðið segir
frá því, að Noregskonungur sendir konungi í Tenemarken
(þ. e. Danmörk) hvítabjörn að gjöf. Norðmaður nokkur
er sendur með björninn, hann fer sjóveg og kemur að
kveldi dags á bæ í Danmörku og biðst gistingar. Bóndi
telur tormerki á því, segir að bærinn liggi við auðn af
ásókn óvættar nokkurrar. Gestur læst óhræddur, enda er
gisting þá föl; fá þeir félagar að liggja í bakhúsi nokkru.
n