Skírnir - 01.01.1939, Page 165
162
Stefán Einarsson
Skírnir
Þangað kemur óvætturin, sezt að eldinum og fer að
steikja kjöt á teini. Slettir hún kjötinu á trýni birninum,
en hann reiðist, og lýkur þeirra viðskiptum svo, að óvætt-
urin flýr. Norðmaðurinn heldur leiðar sinnar með björn-
inn, en bóndi fer út að plægja. Eftir stundarkorn kemur
óvætturin til baka illa til reika og spyr, hvort stóra ketta
lifi enn þá. Bóndi hefir svarið um sjö kettlinga á reiðum
höndum, og óvætturin hypjar sig.
Christiansen hyggur, að æfintýrið um bjarnrekann, er
hreinsar bæi að óvættum (og draugum) hafi í Uanmörku
verið tengt við söguna af Auðuni með hvítabjörninn.
Þýzka kvæðið sé þaðan runnið, en líka nokkrar norskar
útgáfur af æfintýrinu, þar sem bjarnrekinn er vallari eða
pílagrímur eins og Auðunn; ein sögnin segir jafnvel, að
hann hafi veitt hvítabjörninn í Finnmörk og ætli með
hann til Danakonungs.
I tilefni af þessari rannsókn R. Th. Christiansens hafa
tveir þýzkir fræðimenn tekið til máls: Gustav Neckel,
„Schretel und Wassenbár“, Mitteilungen der Island-
freunde 1923, 1—3, og J. Bolte, „Das Schrátel und der
Wasserbár“, Zeitschrift des Vereins fiir Volkskunde
1923—24, 36—38. Og loks hefir prófessor Knut Liestöl
tekið þjóðsögnina og þáttinn til nýrrar meðferðar í grein-
inni „Kjetta pá Dofre. Til spursmálet um pilegrimsvegar
og segnvandring“, Maal og Minne 1933, 24—48.
Þegar Liestöl skrifaði þessa grein, voru þekktar um
40—50 gerðir sagnarinnar í Noregi, Bolte hafði fundið
yfir 70 gerðir í Danmörku, Svíþjóð, Þýzkalandi, Skotlandi,
Vindlandi, Bæheimi, Póllandi, Finnlandi og Estlandi, og
auk þess hafði Liestöl allmargar gerðir óprentaðar
frá Svíþjóð. Liestöl gengur að því leyti feti framar en
Chrstiansen, að hann hyggur að sögnin hafi í öndverðu
myndazt um Auðun vestfirzka, — æfintýrið um bjarn-
rekann hafi ekki verið til áður. Að æfintýrið er í Noregi
látið gerast á Dofrum hyggur hann standi í sambandi við
það, að um Dofrafjall lá fjölfarin leið, sem meðal annars
var farin af Rúmferlum og pílagrímum. Kemur það vel