Skírnir - 01.01.1939, Síða 166
Skírnir
Æfintýraatvik i Auðunar þætti vestfirzka
163
heim viS það, að Auðunn var Rúmferill og eins við hitt,
að æfintýri og sagnaskemmtun voru mjög algeng dægra-
dvöl ferðamanna, eins og Canterbury Tales Chaucers bera
ljósan vott um, en líka má ráða af sögu og þróun æfintýra
og húsgangssagna (Wandersagen). Hitt gerir minna til,
þótt Auðunn hafi kannske ekki sjálfur farið þessa leið:
samkvæmt þættinum fór hann sjóveg af Mæri suður í Vík-
ina, áður en hann færi til Danmerkur. Annars verður að
vísa til ritgerðarinnar um framari fræðslu.
Prófessor Liestöl hefir bent á margar hliðstæður í forn-
um ritum íslenzkum við Auðunar þátt, auk þjóðsögunnar,
sem áður hefir verið rakin. Hann getur þess, að ísleifur
biskup færði Heinreki keisara Konráðssyni hvítabjörn, er
kominn var af Grænlandi (Hungrvaka, kap. ii, Altn. Saga-
bibl. 11., bls. 91, Biskupa s., útg. Jóns Helgasonar 1:76).
Guðbrandur Vigfússon nefnir enn fleiri dæmi í orðabók
sinni (sjá björn). Lýsingin á Auðuni, þegar hann kemur
frá Róm, minnir mjög á það, sem Sverris saga segir af
Mána skáldi í sömu ástæðum: Máni „var þá kominn frá
Rúmi, ok var stafkarl, gekk inn í stofuna, þar er konungr-
inn var með sveit sinni, ok var hann þá ekki féligr, Máni,
kollóttr ok magr ok nær klæðlauss“ (Fms VII: 206—207).
Liestöl bendir og réttilega á það, að mannsnafnið Áki er
oft notað um aukapersónur, danskar, í sögum og fornaldar-
sögum (Egla, Hrólfs s. Gautr, Ásm. s. kappabana, Halfd. s.
Brönufóstra). Þá bendir Liestöl og á líkinguna með Gjafa-
Refs sögu. Gjafa-Refur færði Nera jarli uxa að gjöf, og
var það aleiga hans. Neri jarl var ekki vanur að launa
mönnum gjafir, hann var nafnfrægur fyrir nízku, í stað
þess gaf hann Gjafa-Ref ráð, sem reyndust gulls ígildi.
Fyrir þessi ráð Nera eignaðist Gjafa-Refur fingurgull
gott. Það færði hann Ellu konungi. Bauð konungur hon-
um með sér að vera, en Refur svarar: „Hafit þökk, herra,
fyrir boð yðvart, en aptr ætla ek mér til Nera jarls fóstra
míns“. Þó dvelst hann nú um hríð með konungi, en að
þeirri stundu liðinni gefur Ella konungur honum skip með
farmi og rakka tvo að auki, hafði hvor um sig gullhring
11*