Skírnir - 01.01.1939, Page 170
Skírnir
Æfintýraatvik i Auðunar þætti vestfirzka
167
göngu, til hins margþætta æfintýris Grimms um „Kjara-
kaupin“ (Der gute Handel). Reinhard gefur dæmi um ekki
færri en 37 gerðir frá ýmsum löndum og tímum: Assýríu-
Babýlon, Arabíu, Bengali, Englandi, Frakklandi (Bre-
tagne), Ítalíu, Spáni, Danmörk, Hollandi, Þýzkalandi, Pól-
landi, Rússlandi og Grikklandi.
Auðunar þáttur svarar nánast til þeirrar gerðar í flokk-
un Reinhards, sem hann kallar Type B: ade, þ. e.: a) gef-
andi fær engin högg, d) ármaður fær engin högg (en mak-
leg málagjöld), e) gefandi fær laun. Sem dæmi um þessa
gerð segir Reinhard fransk-ítalska sögu frá 14. öld, eina
af hinum elztu gerðum, sem þekktar eru í Evrópu (eftir
F. Sacchetti, Novelle, Milano 1805, novella 195):
Kóngurinn í Frakklandi týndi mjög dýrmætum spör-
hauki og hét 200 franka fundarlaunum. Bóndi nokkur
fann haukinn og fór með hann til hallarinnar. Þar reyndi
dyravörður fyrst að taka haukinn af bónda og færa kon-
ungi, en er bóndi hélt á sínu, krafðist hann helmings fund-
arlaunanna fyrir að sleppa honum inn. En er bóndi kom
fyrir kóng bað hann um 50 högg, og þegar kóngur heyrði
orsökina tii þessarar bænar, vítti hann dyravörð fyrir
ágirndina og lét greiða honum 25 högg. Bóndi fékk aftur
á móti 200 franka í fundarlaun.
Á þessari sögu og Auðunar þætti er eiginlega enginn
munur, nema sá að bóndi biðst flengingar, áður en hann
skýrir málið, og dyravörður fær flenginguna sem part af
hegningunni. Þessi munur, þó lítill sé, breytir dæmisög-
unni (exemplum) í skrítlu (merry tale, fabliau, schwank).
Það er að sjálfsögðu þessi munur, sem komið hefir í veg
fyrir það, að Auðunar þáttur væri skráður með „strokes
shared“ höggaskerfssögunum. En eins og Reinhard hefir
sýnt, þá eru sögurnar um skerf eða helming högganna
ekki annað en grein á öorum stærra sagnameiði: það eru
sögur um skerf (helming) launa, og sögur um gjald eða
mútu til dyravarða eða annara lægri embættismanna og
þjóna. Til þessara sagna heyrir Auðunar þáttur tvímæla-
laust. Nú væri fyrir ýmsra hluta sakir fróðlegt að vita, hvor