Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 176
Skírnir
Egdonheiði
173
Nú varð staðurinn fullur af vakandi athygli; því að
heiðin virtist vakna hægt og hlusta, þegar aðrir hlutir
hnigu í svefn. Hverja nótt var sem risaskrokkur hennar
væri að bíða eftir einhverju; en hún hafði beðið svona
grafkyrr um svo margar aldir, úrslitastundir svo margra
hluta, að ekki var annað sýnna en að hún væri að bíða
síðustu úrslitanna — lokahrunsins.
Yfir þessum stað var svipur einkennilegs og vinalegs
samræmis í endurminningu þeirra, sem unnu honum. Svo
er naumast um brosandi sléttur með blómum og aldinum,
því að tilveran verður að vera skárri en hún er nú, til þess
að vera í varanlegu samræmi við þær. Rökkrið og lands-
lagið á Egdonheiðinni gáfu í sameiningu sýn, sem var há-
tignarleg' án hörku, hrífandi án viðhafnar, innfjálg í
áminningum sínum, vegleg í einfaldleik sínum. Þau ein-
kenni, er oft gera svipinn á framhlið fangelsis stórum
virðulegri en á framhlið hálfu stærri hallar, gæddu þessa
heiði tign, sem sumir staðir, frægir fyrir hina viðurkenndu
tegund fegurðar, eru gersneyddir. Fagurt útsýni og fagrir
tímar fara vel saman; en ef nú tímarnir eru ekki fagrir!
Menn hafa oftar þjáðst af ertni staðar, sem var of bros-
andi fyrir þá, eins og á stóð, heldur en af fargi þunglyndis-
legra staða. Hin eyðilega Egdonheiði sló á næmari og fá-
gætari strengi, nýþroskaðri tilfinningu en sú fegurð vekur,
sem kölluð er unaðsleg og björt.
Það er raunar spurning, hvort einveldi þessarar forn-
helgu fegurðar er ekki komið á fallanda fót. Hinn nýi
Tempedalur kann að vera ófrjó auðn á hjara veraldar:
mannsálirnar kunna að finna nánara og nánara samræmi
milli sín og þeirra hluta í umheimi, er bera þunglyndis-
svip, sem kyn vort hafði óbeit á, meðan það var á æsku-
skeiði. Sá tími virðist í nánd, ef hann er ekki þegar kom-
inn, þegar hin hreinlífa tign lyngmóans, hafsins, fjallsins
verður það í náttúrunni, sem fullkomlega samræmist skapi
þeirra manna, sem mest hugsa. Og svo kann að fara að
lokum, að slíkur staður sem ísland verði hversdagslegum
ferðalang það, sem víngarðar og myrtusgarðar Suður-
Evrópu eru honum nú; og að hann fari um Heidelberg og
Baden án þess að gefa þeim gaum, er hann skundar frá
Alpafjöllunum til sandhólanna við Scheveningen.
Strangasti meinlætamaður gæti fundið, að hann ætti