Skírnir - 01.01.1939, Qupperneq 177
174
Thomas Hardy
Skírnir
eðlilegan rétt á því að reika um Egdonheiði: hann léti ekki
meira eftir sér en leyfilegt væri, þó að hann opnaði huga
sinn fyrir slíkum áhrifum sem þessum. Það væri að
minnsta kosti frumréttur hvers manns að njóta svona
daufra lita og lystisemda. Aðeins á dýrlegustu sumardög-
um fekk heiðin ögn glaðlegan blæ. Áhrifamagn hennar var
oftar runnið af hátíðleik en glæsileik, og slíkt áhrifamagn
fekk hún oft í vetrarmyrkri, stórviðrum og mistri. Þá
lét Egdonheiðin ekki á sér standa; því að ofviðrið var
unnusti hennar og vindurinn vinur. Þá varð hún undar-
legur vofuheimur; og þá kom það í ljós, að hún var hin
áður ókunna fyrirmynd þeirra hrikalegu myrkheima, sem
vér skynjum óljóst að umlykja oss, þegar oss dreymir um
hánótt flótta og slysfarir, þó að vér minnumst þess aldrei
síðar, fyrr en það rifjast upp við útsýni eins og þetta.
Nu var heiðin staður í fullu samræmi við eðli manns —
hvorki draugaleg, illúðleg né ljót; hvorki hversdagsleg,
sviplaus né gæf; heldur, eins og maður, aðþreytt og þolin,
og þó jafnframt einkennilega stórfelld og dularfull í sínu
dökka einræmi. Eins og er um suma menn, er lengi hafa
lifað fjarri öðrum mönnum, virtist einveran sldna út úr
svip hennar. Andlit hennar var einmanalegt og eins og
þar óraði fyrir harmsögu.
Þessa fáum kunna, úrelta, afrækta svæðis, er getið í
jarðabók Vilhjálms bastarðs. Þar segir, að það sé auðn,
vaxin lyngi, þyrniblöðum og villirósum — ,,Bruaria“. Þá
er getið um, hve margar mílur það sé á lengd og breidd;
og þó að nokkuð sé óvíst um hið forna lengdarmál, þá má
ráða það af tölunum, að Egdonsvæðið hefir lítið minnkað
fram á þennan dag. „Turbaria Bruaria“ — réttur til mó-
skurðar á heiðinni — kemur fyrir í máldögum héraðsins.
„Vaxið lyngi og mosa“, segir Leland um sama dökka
landsvæðið.
Þarna voru þá að minnsta kosti skiljanlegar staðreyndir
um landslagið — víðtækar sannanir, sem ánægjulegt var
að hafa. Egdon hafði allt af verið sama ótemjan og hún
var nú. Menningin var óvinur hennar; og frá því að þar
fór fyrst að gróa, hafði jarðvegur hennar borið sama
forna, brúna kuflinn, hinn eðlilega og óbreytanlega bún-
ing þessa sérstaka landslags. í hinum virðulega einka-
kufli hennar fólst einskonar háð um hégómaskap mann-